lindaUncategorized

 Á morgun, 2. febrúar fara börnin í Kátuborg í fylgd kennara á Laugarvatn á Pétur og úlfinn.   Farið verður með Pálmari á skólarútunni kl. 9:30 Sýningin byrjar kl. 10:00 og er í c.a. 1 klukkustund.Þau verða komin heim vel fyrir hádegi. Sýningin er í boði skólans og er liður í tónlistarkennslu hans. Munum stólana! Pétur og úlfurinn Sergei Prokofiev


Um sýninguna

Sýningin er byggð á hinni óviðjafnanlegu sögu og tónverki ,,Pétur og úlfurinn” eftir Sergei Prokofiev. Prokofiev samdi þetta fallega tónverk í þeim tilgangi að kenna börnum að skilja og njóta tónlistar Prokofief samdi Pétur og úlfinn árið 1936 fyrir Barnaleikhús Moskvuborgar. Tónverkið er samið með það fyrir augum að kynna ungu fólki heim sígildrar tónlistar og þau hljóðfæri sem leikið er á í sinfóníuhljómsveit. Sögunni er miðlað af sögumanni og hljóðfærum sem túlka hinar ólíku persónur í verkinu. Prokofief samdi bæði tónlistina og textann, og byggir verkið meðal annars á minningum sínum úr bernsku. Allt frá því að tónverkið Pétur og úlfurinn var frumflutt hefur það notið gífurlegra vinsælda og það hefur unnið sér fastan sess á verkefnaskrá hljómsveita um allan heim.

Skólastjóri