lindaUncategorized

Leikskólinn Kátaborg er kominn vel af stað og þar er líflegt starf.  Nemendur gætu orðið allt að 20 nú í vetur sem er bara frábært!

Nýr kennari hefur verið ráðinn við leikskólann. Hún heitir Sigurborg Jona og er íþróttafræðingur. Hún mun hafa, auk þess að vera umsjónakennari Lóuhóps, leiða hreyfikennslu í vetur. Við bjóðum Sigurborgu velkomna til starfa.

Linda er með elstu nemendur og Magga er með yngstu.

Útlit er fyrir að nemendur geti orðið allt að 20 í vetur en ekki eru öll kurl komin til grafar í þeim málum en eru að skýrast.

Halla mun sjá um sérkennslu í vetur ásamt tónlistarkennslu.

Búið er að taka upp kartöflurnar og fengum við ágætis uppskeru. Einnig hefur verið farið í ber og hafa elstu nemendur tekið þátt í sultugerð með Lindu.

Meira seinna, Bestu kveðjur, Halla