lindaUncategorized

Haustið er gengið í garð. Það finnum við og sjáum; Sólin lækkar á lofti, dagarnir styttast óðfluga, það kólnar og laufin á trjánum breyta lit. Við erum afar þakklát fyrir yndislegt sumar og hlökkum til vetrarins.

Starfið í vetur verður með svipuðu sniði og í fyrra- vetur en alltaf verða einhverjar breytingar þar sem leiskólastarfið er í eðli sínu síbreytilegt og í endalausri þróun. Alltaf er verið að leita betri lausna og leitast við að gera leikskólann að betri skóla. Eins og segir í vísunni; “að vita meira og meira, meir í dag en í gær” það á ekki síður við um leikskólastarfið sjálft og þá sem starfa innan leikskólans en nemendurna.

Íþróttahúsið stendur okkur til boða aftur í vetur og verða hreyfistundir þar á þriðjudagsmorgnum. Hóparnir verða tveir og fer fyrri hópurinn, elstu börnin, kl. 9:30 og seinni hópurinn, mið hópur, kl. 10:30. Yngstu börnin fá hreyfistundir til að byrja með heima í Kátuborg enda svo ung ennþá. Yfirumsjón með hreyfi- kennslu hefur Sigurborg, en hún er íþróttafræðingur. Henni til aðstoðar verður Ursula. Margrét mun sjá um hreyfikennslu yngstu barna með aðstoð Sigurborgar

Elstu nemendur fara á miðvikudagsmorgnum í grunnskólaheimsókn í Ljósuborg. Umsjón með þessum heimsóknum að hálfu Kátuborgar hefur Linda og verður hún með börnunum í heimsóknartímunum. Börnin mæta eftir sem áður í Ljósuborg kl: 8:30 á miðvikudagsmorgnum og Linda fylgir þeim til baka að stund lokinni. Linda mun síðan sjá um starf með elstu nemendum í vetur.

Margrét mun sjá um yngsta hópinn með aðstoð frá Ursulu þar sem yngstu börnin eru óvenju mörg í vetur. Halla mun, með stjórnun og almennri kennslu, sjá um tónlist og sérkennslu í vetur