lindaUncategorized

Nú í október fara Linda Sverris, og Halla á ART námskeið. Námskeiðið stendur í 3 daga og er haldið á vegum Skólaskrifstofu Suðurlands.

 Staðið hefur til að hefja ART starf hér í Kátuborg undanfarin ár en vegna þess hve starfsmenn hafa verið fáir hefur það ekki verið hægt fyrr en nú. ART er liður í því að leikskólinn verði samstíga grunnskólanum þar sem mikil áhersla hefur verið á ART vinnu. Markmiðið með ART námskeiðinu er að auka hæfni kennara til að fást við nemendur með hegðunar- og tilfinningavanda og beita ART aðferðum sem forvörn í skólastarfi. Munu Linda og Halla síðan vinna með ART hér í Kátuborg í vetur. Art er þróað af Arnold Goldstein og fleirun bardarískum fræðingum og er notað til að reyna að hjálpa börnum út úr erfiðum félagslegum aðstæðum og gera þeim kleift að eiga jákvæð samskipti. Unnið er með ART víða í skólum og hefur ART starfið skilað góðum árangri.