lindaUncategorized

Tilkynning til foreldra barna á leikskólaaldri sem eiga lögheimili í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Vinsamlegast sækið um og/eða staðfestið umsóknir um leikskólapláss fyrir skólaárið 2010 – 11 fyrir 30. júní næstkomandi vegna skipulags og starfsmannahalds leikskólans.

Umsóknareyðublöð eru á skrifstofu leikskólastjóra. Viðtalstími leikskólastjóra er frá 9:30 – 10:00 flesta virka daga.

Rétt á leikskólavist í leikskólann Kátuborg í Grímsnesi hafa börn sem eiga lögheimili í hreppnum og hafa náð 18 mánaða aldri.

Leikskólinn Kátaborg

Borg Grímsnesi

801 Selfoss

sími: 486-4492

netfang: kataborg@gogg.is

Leikskólastjóri

Hallveig Ingimarsdóttir,