lindaUncategorized

Áhersla  er lögð á einstaklinginn og á einstaklinginn í samfélagi við aðra hér í Leikskólanum Kátuborg.

Skólinn byrjar alla morgna kl. 8:00 Á miðvikudögum fara elstu nemendur í grunnskólaheimsókn og fer Linda með þeim. Einnig verður Linda með mikla áherslu á málörvun í þessum hóp í vetur. Á fimmtudögum verður (líklega), farið með nemendur leikskólans sem eru á 3 ári og uppúr í íþróttahúsið. Umsjón með hreyfikennslu verður í höndum Sigurborgar. Á föstudögum verður tónlistarkennsla í umsjón Höllu. Aðra daga fer fram venjubundið leikskólastarf.

Lagt er upp með að nemandinn fái ráðrúm til að uppgötva sjálfur í stað þess að vera með “mötun” Samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla eiga leikskólar að veita öllum börnum jafna aðstöðu til náms og er það metnaður skólans að fylgja því eftir á sem flestum sviðum.

Nánar um skólastarfið, fjölda nemenda og áherslur.