Á döfinni hjá Kvenfélagi Grímsneshrepps

lindaUncategorized

Kvenfélagið í Grímsnesinu rekur öflugt starf og framundan eru fjöldamörg verkefni. M.a. er leikhúsferð á Sýningu Leikfélags Selfoss og námskeiðshald.

Félagið ætlar að efna til leikhúsferðar fimmtudaginn 17. mars og fara á leikritið Hið dularfulla hvarf Hollvinafélagsins hjá Leikfélagi Selfoss . Sýngin hefst kl 20.30 og kostar miðinn 1500 krónur.

Kvenfélagskonur eru hvattar til þess að mæta í tíma í Kaffi Krús og fá sér súpu og brauð á 1200 krónúr. Makar og aðrir  gestir velkomnir

Tlkynna þarf  þátttöku til Erlu Thomsen í síma 480-4488 eða 893-9984 fyrir 12. mars

Námskeið með páskaívafi verður í kertagerðinni á Sólheimum laugardaginn 7. apríl kl 17:30 og stendur fram á kvöld. Námskeiðsgjald kr 2000 og í því er innifaldar léttar veitingar.

Tilkynna þátttöku til Erlu Thomsen í síma 480 -4488 eða 893-9984 fyrir 1. apríl