Aðalskipulag – grein í vinnslu

lindaFréttir

Nýtt aðalskipulag er að finna undir flipanum skipulag – og þaðan er farið í aðalskipulag.

Aðalskipulag Grímsnes og Grafnings hefur verið til endurskoðunar undanfarin misseri. Nú liggja fyrir drög að nýju aðalskipulagi sem nær til tímabilsins 2008-2020. Áformað er að kynna tillöguna á íbúafundi þann 23. október á Borg. Í kjölfar fundarins fer tillagan í lögformlegt auglýsingaferli. Hér að neðan má nálgast upplýsingar um tillöguna. Tekið skal fram að ekki er gert ráð fyrir breytingum á skipulagsuppdrætti fyrir hálendið.

Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér tillöguna fyrir íbúafundinn og koma ábendingum til skipulagsráðgjafa eða sveitarstjórnar.

Aðalskipulag Grímsnes og Grafnings 2008-2020 – kynningarefni:

Helstu breytingar og umhverfisáhrif – ágrip (pdf)

Stefnumörkun og umhverfismat – greinargerð (styttri útgáfa) (pdf)

Láglendi – skipulagsuppdráttur 1:50.000 (pdf)

Borg – skipulagsuppdráttur 1:50.000 (pdf)

Jarðamörk – þemakort 1 (pdf)

Frístundabyggð – þemakort 2 (pdf)

Opin svæði og byggð – þemakort 3 (pdf)

Skógrækt og efnisnámur – þemakort 4 (pdf)

Samgöngur – þemakort 5 (pdf)

Veitur og vatnsból – þemakort 6 (pdf)

Verndarsvæði – þemakort 7 (pdf)

Stefnumörkun og umhverfismat – greinargerð (lengri útgáfa) (pdf)

Ábendingum má koma á framfæri til:

Péturs H. Jónssonar, skipulagsfræðings og arkitekts, ima@simnet.is

Skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps, sveitarstjori@gogg.is