Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2016 – 2030

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Verkefnalýsing vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar gildandi skipulags.

Þann 21. október 2015 samþykkti sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps verkefnalýsingu vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008 – 2020. Með vísan til 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana er verkefnislýsingin lögð fram til kynningar og umsagnar. Óskað er eftir því að athugasemdum við  verkefnislýsinguna verði komið á framfæri á netfangið gogg@gogg.is fyrir 15. janúar 2016.

Verkefnislýsingu má nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins og á vefsíðu þess gogg.is

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skrifstofu sveitarfélagsins.

Sveitarstjóri Grímsnes-og Grafningshrepps