Aðventudagar á Sólheimum

lindaTilkynningar og auglýsingar

Nú eru aðventudagar Sólheima hafnir með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Vinnustofur, Listhús Sólheima og kaffihúsið Græna kannan verða með lengdan opnunartíma sem sjá má í viðhenginu auk dagskrár aðventudaganna. Verið hjartanlega velkomin að Sólheimum!

 

9. desember, miðvikudagur

kl. 17:30 Sólheimakirkja, tónleikar Hörpukórsins á Selfossi,

stjórnandi Jörg Sondermann

12. desember, laugardagur

kl 14:00. Íþróttaleikhús, brúðuleikhús Bernd Ogrodnik

Sýningin ber nafnið: Brot úr umbreytingu

Opnunartímar á Aðventudögum

Vala verslun og listhús:

Virka daga kl. 14:30 til 18:00 og um helgar 14:00 til 17:00

Græna Kannan:

Föstudaga, laugardaga og sunnudaga 14:00 til 17:00

Ingustofa samsýning:

Opin virka daga kl. 09:00 – 17:00 og um helgar 14:00 til 17:00

Vinnustofur:

Virka daga kl. 09:00 til 17:00

Jólamarkaður Sólheima í Kringlunni, Reykjavík

Opinn á opnunartíma Kringlunnar dagana 11. til 13. desember

(föstudag, laugardag og sunnudag).

Verið hjartanlega velkomin að Sólheimum

Aðgangur er ókeypis á viðburði Aðventudaga