Ævintýri á gönguför

lindaUncategorized

Nemendur leikskólans brugðu undir sig betri fætinum í morgun og fóru í gönguferð í því yndislega veðri sem nú er.  Það er næstum eins og vor sé í lofti þó enginn þori að láta sig dreyma um slíkt strax.

Krakkarnir gösluðust yfir móa og mela og fundu hjörtun sín slá og urðu jafnvel pínu þreytt.

Þar sem einn göngugarpurinn þreyttist mjög fannst honum ekki úr vegi að nýta sér þennan mjúka mosa sem var allt í kringum hann og hvíla sig smá.  Og þá kom upp í huga hans  erindi sem sér eldri maður orti einhvern tímann:

Það er gott að hvíla sig
í mjúkum mosa.
Horfa upp í himininn
og brosa.