Afmæli sveitarfélagsins

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Sveitarfélagið fagnar 20 ára afmæli í ár en það var árið 1998 sem Grímsneshreppur og Grafningshreppur sameinuðust í Grímsnes- og Grafningshrepp.

Af því tilefni verður boðið upp á ýmsa viðburði.

 

-Nemendum í grunnskóladeild Kerhólsskóla ásamt forráðamönnum verður boðið í leikhús á Selfossi á sýninguna „ Á vit ævintýranna“ þann 4. nóvember.

-Íbúum 16 ára og eldri með lögheimili í sveitarfélaginu mun standa til boða að njóta án endurgjalds tónleika í Félagsheimilinu Borg þann 25. nóvember.

Afmæliskaffi verður laugardaginn 1. desember í Félagsheimilinu Borg þar sem flutt verða ávörp og                  íbúum og öðrum góðum gestum verður að því loknu boðið í alvöru hnallþóru kaffi ásamt ljósmyndasýningu með gömlum myndum úr báðum hreppum.

-Börnum í leikskóladeild Kerhólsskóla verður boðið á jólasýningu föstudaginn 7. desember.

 

Að lokum er stefnt að því að opna nýja heimasíðu í tilefni afmælisins öðru hvoru megin við áramótin.

Nánari upplýsingar um hvern viðburð verða sendar út þegar að nær dregur.