Afmælistónleikar

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Sveitarfélagið fagnar 20 ára afmæli í ár en það var árið 1998 sem Grímsneshreppur og Grafningshreppur sameinuðust í  Grímsnes- og Grafningshrepp.

Af því tilefni er íbúum 16 ára og eldri með lögheimili í sveitarfélaginu boðið án endurgjalds á tónleika í Félagsheimilinu Borg,

sunnudaginn 25. nóvember n.k. kl. 20.00.

Húsið opnar kl. 19.30.

Magnús Kjartansson og hljómsveit fara yfir nokkrar af sínum vinsælustu perlum og uppáhaldslögum.

Hljómsveitina skipa ásamt Magnúsi, Gunnar Þórðarson, Jóhann Hjörleifsson og Finnbogi Kjartansson.

Söngvarar:
Alma Ruth, Íris Hólm og Kristján Gíslason úr ABBA sýningu Grímsborga,
feðginin Jóhann Vilhjálmsson og Snjólaug Jóhannsdóttir og
kántríboltarnir Axel Ó og Daniel Cassidy.

Það verður að skrá sig á viðburðinn.                                                                            

Skráning er til kl. 15.00 fimmtudaginn 22. 11 2018                                                                

í síma 480-5500 & linda@gogg.is