Álagning gjalda og gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2010.

lindaUncategorized

Hér á eftir fara þær gjaldskrárbreytingar sem Sveitarstjórn samþykkti fyrir áriði 2010. 

 

 

  1. Fasteignaskattur A, 0,475% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og sumarhús, allt með tilheyrandi lóðum.

Fasteignaskattur B, 1,32% af fasteignamati sjúkrastofnana skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna, að meðtöldum lóðum og lóðarréttindum.

Fasteignaskattur C, 1,50% af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilheyrandi lóðum.

 

Afsláttur af fasteignaskatti íbúðarhúsa til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri, eða 75% öryrkjar eða meira, og eiga lögheimili í viðkomandi fasteign, verður óbreyttur frá fyrra ári.

Afslættir vegna fasteignagjalda 2010 hjá elli- og örorkulífeyrisþegum

 

Tekjuviðmiðun

 

 

Einstaklingar

Frá

afsláttur

 

0

1.800.416

100 %

 

1.800.416

1.985.288

  80%

 

1.985.289

2.185.149

  50%

Hjón

 

 

 

 

0

2.526.579

100%

 

2.526.580

2.729.771

80%

 

2.729.772

3.079.528

50%

 

 

 

 

Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda:

Fjárhæðir að 25.000 eru með einn gjalddaga 1. maí, 25.001-90.000 eru með 5 gjalddögum með fyrsta gjalddaga 1. mars og síðasta 1. júlí og 90.001 og yfir verði með 7 gjalddögum með fyrsta gjalddaga 1. mars og síðasta 1. september.

 

  1. Seyrulosunargjald vegna kostnaðar við seyrulosun/fráveitukerfi verði kr. 4.950 á hvert íbúðarhús, sumarhús og fyrirtæki sem ber samkvæmt byggingar­skil­málum að hafa rotþró eða vera tengt viðurkenndu fráveitukerfi.

 

Holræsagjald í þéttbýlinu Borg og í Ásborgum verður 0,1% af fasteignamati húss.

 

Stofngjald fyrir tengingu og lagningu frárennslislagna frá lóðamörkum við holræsakerfi sveitarfélagsins skal vera kr. 60.000.

 

 

 

 

  1. Álagning vegna sorphirðu og sorpeyðingar vegna heimilissorp er:

 

Sorphirðugjald:

                Ílátastæðir                          Grátunna                            Blátunna

                240 L ílát                               10.729 kr.                                4.653 kr.

    660 L ílát                               30.959 kr.                             14.246 kr.

    1.100 L ílát                            50.881 kr.                             23.026 kr.

 

Grátunna:           Hirðing á 14 daga fresti.

Blátunna:            Hirðing á 42 daga fresti.                                               

 

Sorpeyðingargjald:

Íbúðarhúsnæði                              11.734 kr.

Frístundahúsnæði                           5.592 kr.

Lögbýli                                          4.301 kr.

Smærri fyrirtæki                            8.603 kr.

Stærri fyrirtæki                              8.603 kr.

 

Gjaldtaka á móttökustöð miðast við m3 þess úrgangsmagns sem afsett er. Allur úrgangur er gjaldskyldur við afsetningu nema brotamálmar og úrgangur sem ber úrvinnslugjald Úrvinnslusjóðs. Húsráðanda er heimilt að afsetja á sjö daga fresti heimilisúrgang allt að 2 m3 án gjaldtöku. Gjaldtakan er að lágmarki 0,25 m3 og hleypur á 0,25 m3 eftir það.

Móttökugjald á einn m3               4.000 kr.

 

  1. Vatnsskattur verði 0,20% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins.  Hámarksálagning verði kr. 30.000 á sumarhús og kr. 30.000 á íbúðarhús en lágmarksálagning verði kr. 12.000 á sumarhús og íbúðarhús.  Fyrirtæki sem safna vatni í eigin miðlun fá 30% afslátt af vatnsskatti. Tengigjöld vatnsveitu (stofngjöld) fyrir frístundahús og íbúðarhús verða óbreytt kr. 271.522
    Tengigjöld á íbúðarhús í þéttbýlinu Borg verða þau sömu og annarsstaðar og er fellt niður undantekningarákvæði vegna Borgarsvæðisins.  Tengigjöld fyrir lögbýli að meðtöldu einu íbúðarhúsi verða kr. 444.755.  Á þeim lóðum sem ekki hefur verið byggt á en hafa tengst vatni er innheimt fast árgjald kr. 12.000.

 

Gjaldskráin miðast við að heimtaug í sumarhús sé 20mm.  Velji menn 25mm heimtaug tvöfaldast tengigjaldið og semja verður sérstaklega um sverari heimtaugar.

 

5.            5. gr. A, B, C og D-liður gjaldskrá hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps breytist þannig:

A. Hemlagjald (varmagjald):
Sumarbústaðir, snjóbræðslukerfi og notkun samkvæmt sérsamningum skal greiða fyrir hemlagjald. Lámarksstilling er 3,0 l/mínútu.

Hemlagjald fyrir hvern mínutulíter á mánuði lækkar úr kr. 1.702 í kr. 1.655.

B. Eldri samningar
Þar sem vatnið er keypt skv. hemli beint úr stofnlögn hækkar gjald fyrir hvern mínútulíter úr kr. 1.285 á mánuði í kr. 1.414 

C. Rúmmetragjald skv. mæli:
Almennt íbúðar- og iðnaðarhúsnæði og gróðurhús skal greiða varmagjald. Varmagjald fyrir hvern rúmmetra vatns hækkar úr kr. 71,56 í kr. 78,72.

Sumarbústaður sem er með mæli og greiðir skv. rúmmetragjaldi skal þó aldrei greiða minna en sem nemur 3,0 l/mínútu eða sem nemur kr. 4.965 á mánuði, sbr. A-liður 5. gr.

 

Mælagjald og gjald á hvern lengdarmeter heimæðar frá stofnæð tekur breytingum 1. janúar 2010 samkvæmt byggingavísitölu með grunn í janúar 2009.

                Að öðru leyti breytist gjaldskrá hitaveitunnar ekki nema regla, um að innifalið í stofngjaldi hitaveitu sé 25m heimæð, fellur niður.

Breytingar þessar taka gildi frá og með 1. janúar 2010.

 

6.            Lóðaleiga 1% af lóðamati.

 

7.            Leikskólagjöld og gjöld fyrir fæði í leik- og grunnskóla verða óbreytt.

 

8.            Gjaldskrá í Íþróttamiðstöð hækkar þannig að  almennt gjald hækkar út kr. 370 í kr. 400

og  börn á aldrinum 7-16 ára greiði kr. 200.

 

9.            Gjaldskrá vegna hundahalds.

                Handsömunargjald kr. 10.000.

                Geymslugjald kr. 2.000 á dag.