Álagningarseðill 2007

lindaFréttir

Álagningarreglur fasteignagjalda 2007

Fasteignaskattur, Sorpeyðingargjöld, Vatnsgjald, Hitaveita, Seyrulosunargjald.

 

Grímsnes- og Grafningshreppur   

Stjórnsýsluhúsinu Borg, 2. hæð   (skóli á neðri hæð) 

Sími: 486-4400

Álagningarreglur fasteignagjalda 2007

Fasteignaskattur

Álagning fasteignaskatts er gerð samkvæmt II kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum.

Sveitarstjórn hefur ákveðið að skattprósenta skuli vera eins og að neðan greinir:

a-flokkur 0,475% af fasteignamati:

Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum.

c-flokkur 1,45% af fasteignamati

Allar aðrar fasteignir svo sem iðnaðar-, skrifstofu og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús og mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu.

Í desember 2005 voru samþykktar á Alþingi breytingar á lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga samkvæmt hér að neðan. Álagningarhlutfall er 0,44% árið 2006, 0,88 árið 2007 og 1,32% árið 2008.

b-flokkur, 0,88% af fasteignamati

Sjúkrastofnana samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna, að meðtöldum lóðum og lóðarréttindum.

 

Sorpeyðingargjöld

Lögbýli                                                  kr. 9.523

Íbúðarhús                                              kr. 7.830

Sumarhús (frístundahús)                    kr. 4.807

Fyrirtæki/smárekstur                            kr. 9.523

Losun úr gámum                                  kr.    441 pr/kg

 

Lóðarleiga á Borgarsvæði er 1% af lóðarmati

 

Vatnsgjald

Vatnsgjald frá vatnsveitu sveitarfélagsins er 0,2% af álagningarstofni fasteigna skv. 7. og 8. gr.laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 81/1991 með síðari breytingum.

Hámarksálagning verði kr. 20.000 fyrir sumarhús og kr. 20.000 fyrir íbúðarhús.

Tengigjöld (stofngjöld) fyrir frístundahús og íbúðarhús verða kr. 201.946

Tengigjöld fyrir lögbýli að meðtöldu einu íbúðarhúsi verða kr. 330.790

Fyrirtæki sem safna vatni í eigin miðlun fá 30% afslátt af vatnsskatti.

Á þeim lóðum sem ekki hefur verið byggt á en hafa tengst vatni er innheimt fast árgjald kr.3.366.

 

Hitaveita

Hitaveita Grímsnes-og Grafningshrepps er á Borgarsvæði og við Þórisstaði og nágrenni.

Stofngjald Hitaveitu Grímsnes-og Grafningshrepps er kr. 302.388

Innifalið í stofngjaldi er ein heimæð á lóð allt að 25 m. talið frá lóðarmörkum þar sem hitaveituæðin kemur að viðkomandi lóð og ein mælagrind.

 

Seyrulosunargjald

Seyrulosunargjald greiðist fyrir hvert íbúðarhús, sumarhús og fyrirtæki sem ber samkvæmt byggingarskilmálum að hafa rotþró eða tengt viðurkenndu fráveitukerfi.

Sumar 2007 verða rotþrær í Norðurkotslandi, við Þingvallaveg og í Grafningi losaðar.

Þrær verða að vera aðgengilegar fyrir losunaraðilann, gott væri að merkja staðsetninguna með stöng eða flaggi.  Þannig getur losunaraðili gengið til verks þó að enginn sé heima við.  Gæta þarf þess að losunaraðili komi ekki að lokuðu hliði.

 

Gjaldskrá fyrir hirðu og meðhöndlun seyru

Árlegt gjald fyrir tæmingu rotþróa er 4.500 kr.

 

Hægt er að greiða álögð gjöld með VISA

 

Minnt er á heimasíðu sveitarfélagsins, www.gogg.is