Allir í sund!

gretarFréttir

Við minnum á frábæra aðstöðu í Íþróttamiðstöðinni okkar á Borg. Sundlaugin er rómuð og þau Rut og Bragi taka öllum opnum örmum. Nýtum þá auðlind sem sundlaugarnar okkar eru og stundum um leið eina albestu heilsurækt sem býðst.

Í Íþróttamiðstöðinni er einnig fjölbreytt aðstaða til hreyfingar, salurinn býður upp á ótal kosti, þar eru skipulagðar blak æfingar kvenna og körfubolti þar sem bæði hafa sést konur jafnt sem karlar.

Uppi á svölunum eru afbragðs göngubretti, fjölþjálfi og hjól auk ýmissa annarra tækja sem styrkja kroppinn.
Koma svo – tökum á móti vetrinum í hörkuformi!
Vetraropnun Íþróttamiðstöðvar 

Íþróttamiðstöðin Borg
Vetraropnun
29. ágúst 2011 – 1. júní 2012
Mánudaga og fimmtudaga                                        Kl. 14:00 – 22:00
Þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga                    Kl. 14:00-19:00
Laugardaga og sunnudaga                                      Kl. 11:00 – 18:00
Hætt er að hleypa ofan í laugina  20 mínútum fyrir lokun.
Netfang: sundlaug@gogg.is   
Sími 486 4402