Ályktun frá félagsmálanefnd

lindaUncategorized

Ályktun fundar félagsmálanefndar 02.02 2011:

Félagsmálanefnd uppsveita Árnessýslu og Flóa skorar á ríkisstjórnina að tryggja fullnægjandi löggæslu í Árnessýslu.

Félagsmálanefnd hefur þungar áhyggjur af niðurskurði löggæslumála í Árnessýslu þar sem það varðar öryggi barna að lögreglan getur ekki sinnt þeim aðstoðarbeiðnum sem berast, m.a. frá heimilum í vanda.

Mikilvægur liður í störfum lögreglunnar eru forvarnir, s.s. eftirlit með útivistartíma og áhættuhegðun ungmenna.

Með þeim niðurskurði sem orðinn er, er ljóst að öryggi íbúa og gesta svæðisins er verulega ógnað.

Laugarási 02.02.2011

Harpa Dís Harðardóttir, formaður
Bjarney Vignisdóttir
Kristín Ólafsdóttir
Hörður Óli Guðmundsson
Anna Alma Oddsdóttir