Árshátíð Grunnskólans Ljósuborgar

lindaUncategorized

Í gær héldu nemendur og starfsfólk Grunnskólans Ljósuborgar sína árlegu árshátíð. Mikið var um dýrðir og brugðu krókódílar og læknar á leik að ógleymdum íðilfögrum fyrirsætum og myndarlegum körlum sem liðu um gólfin.

 

Árshátíðin var ágætlega sótt og að venju komu foreldrar og nemendur sjálfir með veitingarnar en 7. og 8. árgangur sáu um undirbúning, framreiðslu og tiltekt undir dyggri stjórn Foreldrafélagsins.

Góður rómur var gerður að dagskrá kvöldsins og sérstaka eftirtekt vakti hve vel nemendur fluttu textann sinn og aldrei bara þar skugga á – að ógleymdum stórgóðum leik. Fyrirsæturnar í 7. og 9. bekk vöktu einnig mikla athygli en lokkafríðar meyjar með löng og marglit bráhár heilluðu marga.

Við í skólanum þökkum gestum okkar fyrir notalega samveru og öllum þeim sem lögðu okkur lið með einum eða öðrum hætti. Við erum strax farin að hlakka til næstu árshátíðar sem geymir ný verkefni og nýjar áskoranir.

Sýningaskrá má finna hér