Árshátíð Grunnskólans Ljósuborgar

lindaFréttir

Í gær héldu nemendur og starfsfólk grunnskólans árshátíð sína og tókst hún í alla staði mjög vel.  Mikið fjölmenni mætti til þess að fylgjast með nemendum skólans flytja leikrit og tónfundi Tónlistarskólans. Í ár var viðfangsefni árshátíðarinnar þjóðsögurnar og gaman var að sjá hve nemendur höfðu lagt í verkin en margir árgangar sömdu sín leikrit sjálfir.    Að dagksrá lokinni var mikil veisla í boði foreldra skólans þar sem hvert heimili lagði til sinn skerf og nutu gestir veitinganna og gerðu góðan róm að.

Allir þeir sem komu að skemmtuninni eiga heiður skilinn og gott er að vita að leiklistin á sér svo gott skjól sem raun ber vitni í Ljósuborg.