Stofnfundur

lindaFréttir

Leikfélags Grímsnes og Grafningshrepp

verður haldinn 27. apríl kl 19:30 í Félagsheimilinu Borg.

Lilja Nótt Þórarinsdóttir leikkona mætir á svæðið og deilir með okkur reynslu sinni úr leiklistinni. Einnig mæta leikarar sem voru í leikfélaginu fyrir  50 árum og segja okkur frá uppsetninu á fyrsta leikriti félagsins sem var  leikritið Maður og kona.

Þetta er afar spennandi og gefandi starf bæði fyrir þá sem hafa áhuga á að stíga á svið og ekki síður að starfa við einhver önnur leikfélagsstörf. Af nógu er að taka, sjá um búninga, lýsingu, hljóð, miðasölu og fleira.

Við hvetjum alla til að mæta á stofnfundinn og taka með sér mömmur og pabba, ömmur og afa, já og alla aðra sem hafa áhuga!

Ungmennafélagið Hvöt