Atvinnulífsfundir í október

lindaTilkynningar og auglýsingar

Atvinnulífsfundir í Uppsveitum Árnessýslu verða haldnir á fjórum stöðum nú  í október.

Aratungu mánudaginn 11. október kl. 14:00 – 16:00
Árnesi þriðjudaginn 12. október kl. 13:00 – 15:00
Flúðum þriðjudaginn 12. október kl. 16:00 – 18:00
Borg miðvikudaginn 13. október kl. 14:00 – 16:00

Á fundinum kynna eftirtaldir aðilar starfsemi sína og verkefni sem unnið hefur verið að íí Uppsveitunum:

Atvinnuþróunarfélag Suðurlands
Vaxtasamningur Suðurlands
Háskólafélag Suðurlands
Matarsmiðja Uppsveitanna
Menningarráð Suðurlands
Markaðsstofa Suðurlands
Ferðamálafulltrúi Uppsveitanna/klasar
Einnig verður gefinn kostur á spurningum og umræðum.

Sveitarstjórnarmenn, atvinnumálanefndir, menningarmálanefndir, rekstraraðilar, einstaklingar með hugmyndir og að sjálfsögðu allir áhugasamir íbúar Uppsveita Árnessýslu eru hvattir til að mæta og fræðast.

Atvinnuþróunarfélag Suðurlands
í samvinnu við sveitarfélögin.