Atvinnuþróunarfélag Suðurlands

lindaUncategorized

Atvinnuþróunarfélag Suðurlands er byggðasamlag sveitarfélaga á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum. Ásamt því að úthluta  ýmsum styrkjum veitir það meðal annars margvísleega ráðgjöf í  t.d. varðandi nýsköpun og vöruþróun.

Hlutverk félagsins er að styðja við verkefni sem leiða til eflingar atvinnulífs á Suðurlandi. Til að rækta hlutverk sitt veitir félagið ráðgjöf til áhugaverðra verkefna. Jafnframt hefur félagið frumkvæði að því, að skilgreina og leita að nýjum atvinnutækifærum. Félagið rækir hlutverk sitt í samstarfi við einstaklinga, fyrirtæki, félagasamtök, önnur innlend atvinnuþróunarfélög, opinbera aðila og erlenda aðila á sviði skipulags- og atvinnumála.

Markmið atvinnuþróunarfélagsins eru:

  • að veita einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum rekstrarráðgjöf varðandi rekstur viðkomandi,
  • að veita styrki til verkefna á starfssvæði félagsins ,
  • að vinna að þróunarverkefnum fyrir starfssvæðið allt og einstaka hluta þess,
  • að vinna að eflingu atvinnu- og athafnalífs á starfssvæði félagsins
  • að vinna að verkefnum á sviði atvinnu- og athafnalífs sem tengjast stefnu stjórnvalda á starfssvæðinu.

    Sjá nánar á vef Atvinnuþróunarfélags Suðurlands:  sudur.is