Bara gras? Málþing um skaðsemi kannabisneyslu

gretarTilkynningar og auglýsingar

Málþingið Bara gras? verður haldið í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum þriðjudaginn 31. maí nk. kl. 20.00. Þeir sem sóttu ekki viðburðinn á Selfossi á dögunum eru hvattir til þess að mæta á Flúðir og kynna sér þessi mál, ekkert okkar hefur efni á að standa utan við umræðu og fræðslu um þau brennandi málefni sem tengjast fíkniefnum.

Frummælendur verðaJón Þór Kvaran, ráðgjafi fjallar um skaðsemi kannabisneyslu, Elís Kjartansson, lögreglufulltrúi fjallar um fíkniefnavandann, hver er afstaða ungmenna til kannabis og læknir frá Heilsugæslunni í Laugarási fjallar um fíkniefnamál. Fundarstjóri verður Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri Hrunamannahrepps. Þingið er öllum opið á meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis. Þeir sem standa að málþinginu á Flúðum eru Foreldrafélag Flúðaskóla, Foreldrafélag Menntaskólans á Laugarvatni, FÁS Foreldrasamtök á Suðurlandi, Kvenfélag Hrunamannahrepps, Björgunarfélagið Eyvindur og Ungmennafélag Hrunamanna. Auglýsinguna má sjá hér.