Batasetur Suðurlands

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Batasetur Suðurlands, virknimiðstöð fyrir einstaklinga með geðröskun hóf starfsemi í september sl. Skemmst er frá því að segja að það fer vel af stað og mikil ánægja með þetta verkefni. Í Batasetrinu hittist fólk með geðraskanir, talar um líðan sína og fær ráð hjá hver öðrum um hvað virkar hjá þeim. En einnig er unnið með valdeflingu þ.e. að fá völdin aftur í sínar hendur eftir að hafa þurft að láta þau af hendi í veikindum, bati er annað hugtak sem unnið er með þar sem rætt er að það megi ná bata af geðröskun, en hver gerir það á sinn hátt, oftast skilgreinir hver og einn sinn bata mismunandi og það getur verið með því að halda jafnvægi í daglegu lífi til þess að þurfa ekki lyf að staðaldri til að viðhalda þessu jafnvægi á meðan aðrir þurfa lyf til þess. Öll vinna fer fram á jafningjagrundvelli, þ.e. það er enginn sem er öðrum æðri og allir hafa jafnan rétt til að tjá sig um það sem þeir vilja. Allt sem fólk segir í Batasetrinu er undir trúnaði.

Batasetur er opið alla föstudaga frá 9:00-16:00 og er með aðstandendafundi annan hvern mánudag og verður sá fyrsti þann 12.október n.k. kl 20:00 allir sem telja sig eiga erindi í annan hvern þessara hópa, eða báða eru hjartanlega velkomnir. Við erum til húsa að Skólavöllum 1 á Selfossi (á horni Skólavalla og Bankavegar) Hafa má samband ef frekari upplýsinga er þörf á netfangið batasetrid@gmail.com og á facebooksíðu Batasetursins: https://www.facebook.com/Batasetur.

Hlakka til að sjá ykkur

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir

Forstöðumaður Bataseturs Suðurlands og iðjuþjálfi.