Borg í sveit :)

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Laugardaginn 27. maí 2017

verður viðburðurinn Borg í sveit 🙂  haldinn í þriðja sinn.

Þennan dag munu fyrirtæki, bændur og einstaklingar í sveitarfélaginu taka höndum saman, hafa opið hjá sér og bjóða gesti og gangandi velkomna í heimsókn.

Áætlað er að dagskráin sé frá kl. 11-16 en hafi fólk áhuga á að hafa opið lengur eða vera með tilboð lengur þá er það einnig velkomið.

Það geta allir verið með.

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að taka þátt til þess að hafa samband við Steinar í síma                

691-6513 eða í gegnum tölvupóst á netfangið steinar@gogg.is fyrir 15. apríl.

Atvinnumálanefnd Grímsnes- og Grafningshrepps