Brú til borgar

lindaUncategorized

Brú til Borgar

Hollvinir Grímsness minna á dagskrá félagsins að Borg dagana 28.-29. júní og 5.-6. júlí 2008. Yfirskrift dagskrárinnar er BRÚ TIL BORGAR

en hugmyndin með henni er m.a. að rifja upp minningar frá því í þá gömlu góðu daga.

Áhugaverð dagskrá verður þessa daga, m.a. verður handverkssýning þar sem listamenn verða við iðju sína, ljósmyndasýning, þar sem sýnt er frá mannlífi í sveitinni og gamlar dráttarvélar og fornbílar verða til sýnis á svæðinu

Dagskráin verður auglýst nánar síðar og hægt er að fylgjast betur með á www.hollvinir.blog.is. Sjá einnig Hvatarblaðið júní 2008.

Grímsnesingar eru hvattir til að taka þátt í handverkssýningunni, að leggja til sjaldgæfa og merkilega muni og góðar ljósmyndir af búskaparháttum í sveitinni sem heima eiga á sýningunum. Óskað er m.a. eftir myndum af fyrstu dráttarvélum

__________________________________________________

Handverksfólk

Hollvinir Grímsness standa fyrir handverkssýningu á Borg 29. júní 2008.Fáein rými laus, þannig að það er enn hægt að hafa samband og tilkynna þátttöku. Skilyrði er að listamennirnir verði við iðju sína á sýningardaginn, á milli kl. 12.00-17.00. Listamenn sem tengjast Grímsnesinu á einhvern hátt eða eru búsettir í Árnessýslu ganga fyrir.

Upplýsingar veitir Guðmundur Guðmundsson í síma 899-3267