Brú til Borgar

lindaUncategorized

Helgina 25.- 26. júní nk verður BRÚ TIL BORGAR  haldin í fjórða sinn.

Dagskráin er þétt af fróðleik og skemmtun.

Hátíðin hefst kl. 13:00 að laugardeginum með setningu Írisar Róbertsdóttur formanns Menningaráðs Suðurlands. Síðan tekur við þjóðleg íslensk þar sem m.a. verður opnuð sýning á ljósmyndum Böðvars Stefánssonar. Dagskrá að laugardeginum verður kynnt af útvarpskonunni góðkunnu Gerði G. Bjarklind.

Að sunnudeginum hefst dagskráin kl. 9:45 á hópferð um Grímsnes og Grafning. Lagt verður af stað frá Þrastarlundi. Sætaframboð er takmarkað og verður að panta sæti í síma 6941913 fyrir hádegi 23.júní.

Í hádeginu verður hægt að gæða sér á GRÍMSNESS- KJÖTSÚPUNNI í Þrastarlundi. Panta verður súpuna í síðasta lagi á fimmtudag 23. juní

Að máltíð lokinni verður á Málþing í Félagsheimilið Borg þar sem ýmsir þekktir fræðimenn og konur fjalla um bækurnar þrjár sem Einars Már Guðmundsson skrifaði með formi skáldsögunnar um uppvaxtarár níu föðursystkina sinna í Grímsnesi.

Dagskráin verður kynnt af Guðfinnu Ragnarsdóttur.

Báða dagana verður upp á leiktæki fyrir börn.

Nánar um hátíðina

Nánar um málþingið

Sjá má dagskránna í heild á vefsíðunni http://www.hollvinir.blog.is/ og Hvatarblaðið