Dagur íslenskrar tungu

lindaFréttir

Í tilefni dags íslenskrar tungu voru nemendur leikskólans með dagskrá.  Þeir fluttu stökur eftir Jónas Hallgrímsson og sýndu síðan leikrit.

 

Leikritið var Geiturnar þrjár, byggt á samnefndu ævintýti.

Persónur og leikendur:

Tröllið undir brúnni: Eyrún Þóra.
Litla geitin Kiðakið: Una Bóel.
Geitamamma: Sigurleif.
Geitapabbi: Helgi Hlíðkvist.
Leikstjóri og sögumaður: Birna Guðrún.

Leiknum var mjög vel tekið og var mikið klappað fyrir leikurunum. Halla söng síðan “Smávinir fagrir foldarskart” eftir Jónas Hallgrímsson. Áður hafði eldri hópur teiknað rímmyndir sem verða til sýnis á kaffideginum í desember.