Eigendur sumarhúsa ATH !

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Þann 4/11 2015 var eftirfarandi samþykkt í sveitarstjórn Grímsnes og Grafningshrepps:
Breytingar á reglum um styrki til viðhalds á vegum í frístundabyggð.
Samgöngunefnd leggur til að 2. grein í reglunum verði breytt á þá leið að
umsóknarfresturinn verði færður fram til 1. mars ár hvert í stað 15. maí.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi beiðni

Reglur um styrki til viðhalds á vegum í
frístundabyggð í Grímsnes- og Grafningshreppi
1. grein
Sveitarstjórn ákveður árlega upphæð við gerð fjárhagsáætlunar til viðhalds á vegum í
frístundabyggðum sveitarfélagsins.
2. grein
Félög frístundabyggða og sumarhúsaeigenda sækja um styrk til sveitarstjórnar fyrir 15. mars ár
hvert á þar til gerðu eyðublaði. Skilyrt er að kostnaðaráætlun fylgi. Í lok júní ár hvert liggur fyrir
hverjir munu fá úthlutað styrk og verður styrkurinn greiddur út eftir framvísun afrits af reikningi,
þó eigi síðar en 31. desember það ár sem styrkurinn er veittur.
3. grein
Aðeins er veittur styrkur til viðhalds vega og getur styrkur mestur orðið kr. 300.000 til einstakrar
framkvæmdar.
4. grein
Samgöngunefnd Grímsnes- og Grafningshrepps metur styrkbeiðnir og kemur með tillögur til
sveitarstjórnar um úthlutun á styrkjum eftir þeim umsóknum sem fyrir liggja.
5. grein
Reglur þessar eru samþykktar á fundi sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps
4. nóvember 2015.
f.h. Grímsnes- og Grafningshrepps,
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri