Eldri borgarar

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Það er sveitarstjórn sönn ánægja að tilkynna að frá og með 1. janúar 2019 verður mötuneyti Kerhólsskóla gjaldfrjálst fyrir eldri borgara með lögheimili í sveitarfélaginu.
Hádegisverður hefst klukkan 12:00 alla daga vikunnar nema rauða daga og það þarf ekki að skrá sig fyrirfram í mat heldur er nóg að mæta.
Hægt er að nálgast matseðil hvers mánaðar á skrifstofu sveitarfélagsins milli 9:00 – 15:00 alla virka daga.

Samhliða gjaldfrjálsum hádegisverði hefur verið ákveðið að hafa frítt í alla aðstöðu í íþróttamiðstöðinni á Borg fyrir eldri borgara.

Í íþróttamiðstöðinni má finna sundlaug, heita potta, gufubað, líkamsræktaraðstöðu og íþróttasal með öllum helstu tækjum og tólum til að stunda hinar ýmsu íþróttir.

Íþróttamiðstöðin er opin sem hér segir:
Mánudaga – fimmtudaga kl. 14:00-22:00
Föstudaga er lokað
Laugardaga og sunnudaga kl. 10:00-18:00

Jafnframt stendur eldri borgurum til boða að nýta sér aðstöðuna milli 10:00-12:00 á fimmtudögum.

 

Síðast en ekki síst langar sveitarstjórn að bjóða eldri borgara sérstaklega velkomna fimmtudaginn 24. janúar en þá verður bókasafnið opið milli 12:30 – 14:30 og hluti sveitarstjórnar ásamt Gerði tómstunda- og félagsmálafulltrúa verða til skrafs og ráðagerða meðal annars um félagsstarf eldri borgara í sveitarfélaginu.

 

Sveitarstjórn.