Er kominn tími til að tengja ljósleiðarann hjá þér?

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

 

 

 

Er kominn tími til að tengja ljósleiðarann hjá þér?

Ef þú ert á svæði 1 sem er austan Stóru-Borgar og nær upp að Neðra-Apavatni, upp að Haga og allan Sólheimahringinn og hefur fengið tölvupóst eða símhringingu frá sveitarfélaginu, þá er kominn tími til að tengja.

 

Hér kemur stutt lýsing á næstu skrefum.

  1. Ákveða þjónustuaðila og hvernig þjónustu og /eða áskrift þú vilt kaupa.
    a) Í boði eru nokkrir þjónustuaðilar sem bjóða upp á þjónustu við ljósleiðara má þar nefna Hringiðuna, Símann og Vodafone.
  2. Óska eftir að þjónustuaðili komi og tengi ljósleiðarann fyrir þig.
  3. Því næst mun þjónustuaðili hafa samband við Mílu sem kemur og setur box við ljósleiðarann sem bíður inn í húsinu þínu.
    b) Vinsamlega athugaðu að þú átt hvorki að þurfa að greiða fyrir boxið né uppsetningu þess, það er innifalið í gjaldinu sem þú greiddir til sveitarfélagsins.
    c) Ef óskað er eftir annarri þjónustu t.d. stilla sjónvarpið, tengja ljósleiðarann á fleiri en einn stað um húsið og fleira þá er það þjónusta sem þú greiðir sjálf/ur fyrir.
  4. Núna átt þú að vera tengd/ur ljósleiðaranum og getur byrjað að nota þjónustuna.