Félagsmiðstöðin farin af stað

lindaUncategorized

Stofnuð hefur verið félagsmiðstöð í Grímsnes og Grafningshreppi og starfssemin er nú komin á fullan skrið. Í gærkvöldu var sundlaugarpartý hér á Borg og var mæting með ágætum. Hörður Óli er umsjónarmaður starfsins en með honum eru í Félagsmiðstöðvarnefnd þau Sigurbjörn Leó, Inger Erla og Elías Svanur. Fyrirhugað er að nemendur geti hist tvisvar sinnum í mánuði til þess að byrja með hér á Borg við ýmis konar samveru. Auk þess er ýmis dagskrá á vegum Samfés sem krökkunum býðst að taka þátt í. Allir krakkar í sveitarfélaginu sem eru í 7. – 10. bekk eru velkomnir á skemmtanir og á viðburði á vegum félagsmiðstöðvarinnar. Innan tíðar verður farið í samkeppni um nafn á miðstöðina.