FÉLAGSVIST :)

lindaFréttir

Kæru sveitungar !

Við ætlum að efna til þriggja kvölda keppni í félagsvist í Félagsheimilinu Borg og spila næstu

3 miðvikudagskvöld 11/2, 18/2 og 25/2 kl. 19:00

Spilað verður heilt spjald.

Að loknu spili hvert kvöld verður boðið upp á kaffi og kökur.

Verðlaun verða veitt fyrir hvert kvöld, stigahæsti karl og stigahæsta kona, stigalægsti karl og stigalægsta kona. Svo verða verðlaun fyrir samanlagt stigahæsta karl og stigahæstu konu öll kvöldin.

Við vonumst til að sjá sem flesta og eiga frábært kvöld saman.

Endilega takið miðvikudagskvöldin frá í febrúar.

Sjáumst hress 🙂

Æskulýðs- og menningarmálanefnd

Hugrún Sigurðardóttir

Karl Þorkelsson

Steinar Sigurjónsson