Fimmtudagsgöngur á Þingvöllum

lindaUncategorized

Fimmtudagskvöldgöngurnar hófust 11.júní og verða þær með hefðbundnu sniði. Þær hefjast við fræðslumiðstöðina klukkan 20.00 og er farið um þingstaðinn forna undir leiðsögn fræðimanna sem fjalla um hugðarefni sín tengd staðnum. Gönguferðinar taka um 1-2 klst og er aðgangur ókeypis.

Hver ganga ber sitt heiti og er tileinkuð einhverjum þætti sem tengist staðnum.  Nánari dagskrá má finna á vef Þjóðgarðsins (hlekkur).