Fjölnota pokar „ekki kaupa rusl“

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

„Ekki kaupa rusl!“ er nafn á umhverfisverkefni sem Kvenfélag Grímsneshrepps hefur unnið að síðastliðið ár. Markmiðið með verkefninu er að auka vitundarvakningu hjá íbúum Grímsnes- og Grafningshrepps að sporna við því mikla magni af óþarfa rusli sem fellur til frá heimilum, vinnustöðum og stofnunum.

Á hátíðinni Borg í Sveit hófu kvenfélagskonur að dreifa fjölnota pokum inn á hvert heimili í Grímsnes- og Grafningshreppi. Kvenfélagskonur lokuðu verkefninu með því að dreifa á heimili á Sólheimum nú í október. Líkt og í fyrri dreifingu var vel tekið á móti kvenfélagskonum og viljum við um leið og við hvetjum öll heimili í sveitinni að nýta sér fjölnota poka við innkaup þakka kærlega fyrir góðar móttökur 😊

Kaupum ekki rusl og notum fjölnota!

Kærar kveðjur Kvenfélag Grímsneshrepps