Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita – Óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf.

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita er byggðasamlag sveitarfélaganna Grímsnes- og Grafningshrepps, Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Flóahrepps og Ásahrepps sem hefur það hlutverk að annast lögbundin verkefni byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa auk verkefna sem varða umhverfis- og tæknimál. Verkefni byggðasamlagsins í umhverfis- og tæknimálum eru margvísleg en þar á meðal er unnið að vatns-, hita, og fráveitumálum, gatnagerð, viðhaldi og nýbyggingum húsa, … Read More

Aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Auglýst er eftir aðstoðarskólastjóra í fullt starf við Tónlistarskóla Árnesinga frá 1. janúar 2018. Stjórnunarhlutfall er um 85%, kennsluskylda 15%. Að Tónlistarskóla Árnesinga standa öll átta sveitarfélög Árnessýslu og er hann einn stærsti og umsvifamesti tónlistarskóli landsins. Starfsemi skólans fer fram á tólf stöðum í sýslunni. Fjöldi nemenda er um 500 og um 30 kennarar starfa að jafnaði við skólann. … Read More

Fundarboð

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

420. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 8. nóvember 2017 kl. 9.00 f.h. Sjá nánar hér: FB 420.08.11.17

Náms- og rannsóknarstyrkur

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

        Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um náms- og rannsóknarstyrk fyrir árið 2017. Styrkurinn nemur 1.250.000 kr. Styrkurinn er ætlaður námsfólki sem vinnur að rannsóknarverkefni til lokaprófs á háskólastigi. Verkefnið skal tengjast Suðurlandi og þjóna ótvíræðum atvinnu- og/eða fræðilegum tilgangi fyrir Suðurland eða hluta Suðurlands. Styrkumsóknir sendist til eyjolfur@fraedslunet.iseða sigurdur@hfsu.is Umsóknarfrestur er til 10. nóvember … Read More

Almannavarnavika í sveitarfélaginu

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Ágæti lesandi, þann 4. til 7. desember næstkomandi verður haldin Almannavarnavika í sveitarfélaginu í samstarfi við Lögreglustjórann á Suðurlandi. Farið verður yfir viðbragðsáætlanir í sveitarfélaginu með lykilstarfsmönnum. Í lok almannavarnavikunnar verður boðað til íbúafundar þar sem viðbragðsáætlanir verða kynntar. Nánar auglýst síðar. Sveitarstjórn

Fjölnota pokar „ekki kaupa rusl“

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

„Ekki kaupa rusl!“ er nafn á umhverfisverkefni sem Kvenfélag Grímsneshrepps hefur unnið að síðastliðið ár. Markmiðið með verkefninu er að auka vitundarvakningu hjá íbúum Grímsnes- og Grafningshrepps að sporna við því mikla magni af óþarfa rusli sem fellur til frá heimilum, vinnustöðum og stofnunum. Á hátíðinni Borg í Sveit hófu kvenfélagskonur að dreifa fjölnota pokum inn á hvert heimili í … Read More

Afhending úr Tombólusjóði Kvenfélags Grímsneshrepps

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Á haustfundi Kvenfélags Grímsneshrepps var úthlutað úr Tombólusjóði 2017. Á Grímsævintýrum sem haldin voru 12. ágúst safnaðist um 700.000 kr. sem kvenfélagið úthlutar til góðgerðar- og líknarmála. Fyrsta úthlutun var 300.000 kr. sem voru afhentar Sjóðnum Góða sem er samstarfsverkefni ýmissa félagasamtaka í Árnessýslu sem hefur þann tilgang að veita aðstoð fyrir jólahátíðina til handa þeim sem ekki eiga fyrir  … Read More

Tilkynning

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Verið er að setja á hverfislögreglumenn í umdæmi lögreglunnar á suðurlandi. Hverfislögreglumaður fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp er Hafsteinn Viðarsson. Áhersla er á að vinna saman, það skilar mestu. Hlutverk hverfislögreglumanns er meðal annars að: Mynda tengslanet. Tryggja samvinnu við sveitarfélög og stofnanir þeirra. Auka sýnileika og eftirlit þar sem þörf er talin á. Forvarnir og fræðsla, aðlagað að þörfinni á hverjum … Read More

Kjörfundur í Grímsnes- og Grafningshreppi

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Kjörfundur í Grímsnes- og Grafningshreppi   Kjörfundur vegna kosninga til Alþingis fer fram laugardaginn 28. október 2017. Kosið verður í stjórnsýsluhúsinu á Borg í fundarsal sveitarstjórnar á 2. hæð. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00.   Kjósendur eru minntir á að hafa meðferðis persónuskilríki með mynd og framvísa þeim ef óskað er.   Kjörstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að endurskoðun eftirfarandi aðalskipulagsáætlana áður en þær verða teknar til afgreiðslu í sveitarstjórn: Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Heildarendurskoðun Lögð fram til kynningar tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem á að gilda fyrir tímabilið 2017-2029. Drög að … Read More

Evrópski menningarminjadagurinn 14. október

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Í tilefni af evrópska menningarminjadeginum 2017 sem ber yfirskriftina Maður og náttúra verður tekið á móti gestum á milli kl 12 og 16 þann 14. október í Laugarvatnshellum í Bláskógabyggð. Hellarnir tveir hafa verið höggnir í móberg í Reyðarbarm ofan Laugarvatnsvalla, miðja vegu milli Laugarvatns og Þingvalla. Hellarnir hafa í gegnum tíðina verið í alfaraleið á milli Suður- og Vesturlands … Read More

Listrými – Myndlist fyrir alla

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Myndlistarnámskeið Listrýmis í Listasafni Árnesinga hófust haustið 2015 og hafa verið í stöðugri þróun til að koma til móts við óskir og þarfir samfélagsins á Suðurlandi. Markmiðið er að bjóða upp á námskeið í hinum ýmsu greinum myndlistar, í heimabyggð og fyrir alla. Á dagskrá Listrýmis veturinn 2017-18 eru fjölbreytt námskeið í teikningu, málun, mótun, tækniaðferðum og hugmyndaþróun. Flest námskeiðin … Read More

Verulegar – Leiðsögn með Guðrúnu 8. október kl. 15.00

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Verulegar Brynhildur Þorgeirsdóttir · Guðrún Tryggvadóttir Leiðsögn með Guðrúnu 8. október kl. 15:00 Sunnudaginn 8. október kl. 15.00 mun Guðrún Tryggvadóttir segja frá verkum sínum á sýningunni Verulegar, Brynhildur Þorgeirsdóttir · Guðrún Tryggvadóttir, sem nýverið var opnuð í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Á sýningunni er sjónum beint að viðamiklum listferli Brynhildar Þorgeirsdóttur og Guðrúnar Tryggvadóttur sem spannar nær fjóra áratugi. … Read More

Kammerkór Seltjarnarneskirkju

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Kammerkór Seltjarnarneskirkju Feðgar á ferð og flugi Miðvikudaginn 4. október nk. kl.19.30 heldur Kammerkór Seltjarnarneskirkju hausttónleika í Skálholtskirkju. Stjórnandi er Friðrik Vignir Stefánsson organisti Seltjarnarneskirkju. Í Kammerkórnum er söngfólk sem hefur ýmist lokið söngnámi eða hefur mikla kórreynslu. Kórinn hefur hefur mörg síðustu ár staðið að frumflutningi margra kórverka, í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Kórinn heldur tónleika að jafnaði þrisvar … Read More

Lagning ljósleiðara í Grímsnes- og Grafningshrepp

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Föstudaginn 22. september skrifaði Grímsnes og Grafningshreppur undir samning við Mílu um lagningu ljósleiðara í sveitarfélaginu. Framkvæmdin felur í sér að tengja öll lögbýli í sveitarfélaginu fyrir lok árs 2019. Framkvæmdinni verður skipt í 3 svæði og er skipt þannig Svæði 1 austan Stóru-Borgar og nær upp að Neðra-Apavatni, upp að Haga og allan Sólheimahringinn. Miðað er við að þessum … Read More

Kerhólsskóli óskar eftir leikskólakennara og stuðningsfulltrúa

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

     Kerhólsskóli óskar eftir leikskólakennara og stuðningsfulltrúa Kerhólsskóli er sameinaður leik- og grunnskóli með rúmlega 70 nemendur á aldrinum 1. árs upp í 10. bekk þar af eru 33 börn í leikskóladeild. Skólinn er Grænfánaskóli og leggur áherslur á fagleg vinnubrögð, einstaklingsmiðað nám, umhverfismennt og útikennslu, list- og verkgreinar. Vakin er athygli á stefnu Grímsnes- og Grafningshrepps um jafnan … Read More

Sólheimakirkja

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Það er kirkjuskóli í Sólheimakirkju á laugardaginn kl. 13:30.  Börn úr sveitinni sérstaklega velkomin. Messa sunnudaginn 17. september Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur prédikar Laufey Geirlaugsdóttir syngur Sr. Sveinn Alfreðsson þjónar fyrir altari Ester Ólafsdóttir er organisti Valdís Ólöf Jónsdóttir er meðhjálpari Eyþór Jóhannsson er kirkjuvörður Reynir Pétur Steinunnarsson leikur á munnhörpu fyrir messuna. Allir hjartanlega velkomnir.  

ATH !

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Sundlaugin á Borg verður lokuð 4. – 11. september vegna lagfæringar á stétt við sundlaugarbakkann. Opnað aftur þriðjudaginn 12. september.  

Fundarboð

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

416. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 6. september 2017 kl. 9.00 f.h. Sjá nánar hér: FB 416.06.09.17  

Fjallferðir og réttir 2017

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Grímsnes  Farið verður á fjall í Grímsnesi föstudaginn 8. september  Réttað verður í Kringlumýri þriðjudaginn 12. september kl. 10:00 Klausturhólaréttir verða miðvikudaginn 13. september kl. 10:00  Veðurspá/veður getur haft áhrif á allar dagsetningarnar  Grafningur  Farið verður á fjall í Grafningi föstudaginn 15. september Grafningsréttir verða mánudaginn 18. september kl. 9:45  

Myrra Rós á Sólheimum

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Laugardaginn 19. ágúst klukkan 14:00 í Sólheimakirkju. Myrra Rós er tónlistarkona úr Hafnarfirði. Hún hefur gefið út tvær plötur undir sínu nafni á vegum þýska útgáfu fyrirtækisins Beste Unterhaltung en þær eru Kveldúlfur (2012) og One amongst others (2015) Tónlist hennar má lýsa sem draumkenndu lo-fi þjóðlagapoppi þar sem rödd og gítar spila saman aðalhlutverk.  

Lífræni dagurinn

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Lífræni dagurinn Talið er að lífræn og lífelfd ræktun á Norðurlöndum hafi fyrst farið fram á Sólheimum. Við höldum upp á það á hverju sumri með Lífræna deginum sem í ár er laugardagurinn 12. ágúst klukkan 12-18. Markaðurinn verður settur upp inni í versluninni Völu og verða allar Sólheimavörurnar til sölu með góðum afslætti. Hér getur þú gert góð kaup. Eldsmiður sýnir handbragð … Read More

Til upplýsinga; fasteignagjöld-heimagisting

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Grímsnes- og Grafningshreppi hefur borist fjöldi fyrirspurna frá einstaklingum sem eiga fasteignir innan sveitarfélagsins um tilhögun álagningar fasteignaskatts á árinu 2017 en fasteignareigendum sem fengið hafa leyfi til heimagistingar hefur verið gert að greiða sama skatthlutfall fasteignarskatts og fasteignareigendum almenns atvinnuhúsnæðis innan sveitarfélagsins á grundvelli laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga vegna þess tímabils sem þeir hyggjast nýta fasteignir sínar … Read More

Sólheimakirkja-Unnur Sara Eldjárn

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Laugardaginn 22. júlí klukkan 14:00 í Sólheimakirkju Unnur Sara Eldjárn syngur á frönsku fjörug lög eftir Serge Gainsbourg og Edith Piaf ásamt píanóleikara. Velkomin á Sólheima   Sýningar, Hvað hef ég gert! “ Tímalína meðalhita jarðar síðustu 22.000. árin gerð góð skil!,, í Sesseljuhúsi Samsýning vinustofa í Ingustofu Verslun og kaffihús, komdu og njóttu með okkur á Menningarveislu Sólheima.

Heldriborgaraferð 2017

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Sjá myndir hér: Myndir sumarferð 2017 Fimmtudaginn 22. júní síðastliðinn bauð Kvenfélag Grímsneshrepps íbúum 60 ára og eldri í árlega dagsferð. 25 manns mættu í ferðina í ár. Lagt var af stað frá Borg kl. 10.00 og bættum við okkur nokkrum farþegum á Selfossi. Fyrsta stopp var í Þingborg þar sem ullarvinnslan og galleríið var skoðað. Ókum því næst sem … Read More

Sólheimakirkja – Kristi Hanno

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Laugardaginn 15. júlí klukkan 14:00 í Sólheimakirkju Kristi Hanno klarinettuleikari frá Bandaríkjunum mun flytja nokkur klarinettuverk eftir ýmis tónskáld. Velkomin á Sólheima Sýningar, Hvað hef ég gert!  Í Sesseljuhúsi og samsýning vinustofa í Ingustofu Verslun og kaffihús komdu og njóttu með okkur.  

Umhverfisverðlaun 2017

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Umhverfisverðlaun 2017 í Grímsnes- og Grafningshreppi  Tilnefningar óskast!  Í fyrra voru umhverfisverðlaun Grímsnes- og Grafningshrepps veitt í fyrsta skipti. Þau hlutu íbúar Sólheima fyrir það að taka þátt í að skapa sjálfbært samfélag og vera öðrum fyrirmynd og hvatning til góðra verka í þágu umhverfisins. Nú í ár óskar umhverfisnefnd eftir tilnefningum frá íbúum í sveitarfélaginu. Umhverfisverðlaun verða veitt þeim … Read More

Frá Leikfélaginu Borg

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Frá Leikfélaginu Borg Leikfélagið Borg heldur leiklistanámskeið fyrir börn og ungmenni dagana 8.—10. ágúst Námskeiðið verður á Borg, mikið úti og kannski eitthvað inni fer eftir veðri. Tímar og hópar fara eftir fjölda og aldri þátttakenda, í framhaldinu verður þátttaka í Grímsævintýrum 12. ágúst  fyrir þá sem það vilja. Skráning á netfangið leikfelagidborg@gmail.com eða í síma 894-0932  

Til upplýsingar: Fasteignagjöld og heimagisting.

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Grímsnes- og Grafningshreppi hefur borist fjöldi fyrirspurna frá einstaklingum sem eiga fasteignir innan sveitarfélagsins um tilhögun álagningar fasteignaskatts á árinu 2017 en fasteignareigendum sem fengið hafa leyfi til heimagistingar hefur verið gert að greiða sama skatthlutfall fasteignarskatts og fasteignareigendum almenns atvinnuhúsnæðis innan sveitarfélagsins á grundvelli laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga vegna þess tímabils sem þeir hyggjast nýta fasteignir sínar … Read More

Valgeir Guðjónsson

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Laugardaginn 8. júlí klukkan 14:00 í Sólheimakirkju Valgeir Guðjónsson er sá listamaður sem oftast hefur komið til okkar. Hann mun flytja lög úr eigin sarpi. Velkominn á Sólheima   Sýningar, Hvað hef ég gert! Í Sesseljuhúsi og samsýning vinustofa í Ingustofu Verslun og kaffihús komdu og njóttu með okkur.

Sólheimakirkja

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Kirkjudagur í Sólheimakirkju Messa með altarisgöngu sunnudaginn 2. Júlí kl. 14 Sr Kristján Valur Ingólfsson og Sr. Sveinn Alfreðsson þjóna fyrir altari Organisti: Ester Ólafsdóttir Meðhjálpari: Valdís Ólöf Jónsdóttir Kirkjuvörður: Eyþór K. Jóhannsson Munnhörpuleikur: Reynir Pétur Steinunnarsson   Verið öll hjartanlega velkomin á kirkjudag í Sólheimakirkju

Menningarveisla Sólheima 2017 – Hljómsveitinn Sæbrá

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Hljómsveitinn Sæbrá, heimagerð sápa og kirkjudagurinn á Sólheimum Laugardaginn 1. júlí klukkan 14:00 í Sólheimakirkju Sæbrá Hljómsveitina skipa þrjár ungar konur sem syngja eigið efni. Velkominn á Sólheima Laugardaginn 1. júlí klukkan 16:00 í Sesseljuhúsi. Umhverfisfræðsla,  Caitlin Wilson frá Landvernd. Kennsla í heimagerðum snyrtivörum úr lífrænu hráefni.   Sunnudagin 2. júlí kl. 14:00 kirkjudagurinn Guðsþjónusta í Sólheimakirkju Sr. Kristján Valur … Read More

Listasafn Árnesinga – Sköpun sjálfsins

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Sköpun sjálfsins expressjónismi í íslenskri myndlist frá 1915 til 1945 Á sýningunni eru verk eftir frumkvöðla íslenskrar nútímalistar sem urðu fyrir áhrifum frá verkum þýskra og franskra expressjónista á fyrstu áratugum 20 aldarinnar. Verkin spanna þrjátíu viðburðarík ár þar sem saga íslenskrar myndlistar fléttast saman við menningarlega og pólitíska sjálfstæðisbaráttu millistríðsáranna, sem lýkur þegar Ísland fær sjálfstæði árið 1944. Í … Read More

Kerhólsskóli óskar eftir að ráða:

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Leikskólakennara í 100% störf Helstu verkefni og ábyrgð Starfar eftir starfslýsingu leikskólakennara undir stjórn deildarstjóra. Menntunar og hæfniskröfur Leikskólakennaramenntun Reynsla æskileg Góða færni í samskiptum Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Góð íslenskukunnátta Vilji til að gera góðan skóla betri. Ef ekki fást leikskólakennara verða aðrir ráðnir tímabundið í störfin.   Stuðningsfulltrúa á yngsta stig í … Read More

Golfnámskeið Kiðjabergi

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Námskeið fyrir krakka á aldrinum 9—14 ára verður haldið 26. til 30. júní á golfvellinum Kiðjabergi. Námskeiðið er frá kl. 9.00 til kl. 13.00. Námskeiðið er frítt, matur innifalinn. Kennd er grip, sveifla og einbeiting. Púttkennsla á pútt gríni og æfinga á nyrðri velli við gamla bæinn. Skráning: gkb@gkb.is Kennari Pálmi Þór Pálmason brons verðlaunahafi frá Ólympíuleikum í LA.