Vorboðarnir gera vart við sig

lindaFréttir

Hvað svo sem öllum ókomnum hretum kann að líða þá leikur enginn vafi á því að vorið er rétt handan við hornið.  Ótvíræðir vorboðar setja svip sinn á Grímsnesið nú þegar sumardagurinn fyrsti nálgast.

Árshátíð skólans á miðvikudag

lindaFréttir

Grunnskólinn Ljósaborg verður með árshátíð sína miðvikudaginn 12. mars næstkomandi. Skemmtunin hefst kl. 17:00 í Félagsheimilinu Borg. Nemendur þurfa að mæta kl. 16:30.

Ævintýri á gönguför

lindaFréttir

Nemendur Leikskólans Kátuborgar brugðu undir sig betri fætinum í morgun og fóru í gönguferð í því yndislega veðri sem nú er.  Það er næstum eins og vor sé í lofti þó enginn þori að láta sig dreyma um slíkt strax.

Hollvinir Grímsness

lindaFréttir

Félagið Hollvinir Grímsness var stofnað 17. janúar síðastliðinn að frumkvæði Guðmundar Guðmundssonar frá Efri-Brú.

Nemendur í 7.bekk í skólabúðir

lindaFréttir

Nemendur 6. árgangs í Ljósuborg eru nú elstu nemendur skólans og leiðist það ekki neitt.  Ástæðan er sú að elstu bekkingarnari eru ásamt Guðbjörgu Viðarsdóttur umsjónarkennara sínum að Reykjum í Hrútafirði.

Börn fá frítt í sund

lindaFréttir

Ákveðið var á síðasta sveitarstjórnarfundi að börn til og með 12 ára aldri fái frítt í sund á Borg.

Gjaldskrá Leikskólans Kátuborgar

lindaFréttir

Gjaldskrá Leikskólans Kátuborgar eins og hún er 09.02.08 Klukkustundafjöldi Verð á mánuði Vistun 9,5 klst 23.390.- Vistun 9 klst 22.160.- Vistun 8,5 klst 20.929.- Vistun 8 klst 19.698.- Vistun 7,5 klst 18.466.- Vistun 7klst 17.235.- Vistun 6,5 klst 16.004.- Vistun 6 klst 14.774.- Vistun 5,5 klst 13.541.- Vistun 5 klst 12.310.- Vistun 4,5 klst 11.080.- Vistun 4 klst 9.847.- Matur ... Read More

Ný líkamsræktartæki komin

lindaFréttir

Aðstaðan í Íþróttamiðstöðinni er sífellt að batna og möguleikarnir til heilsueflingar aukast. Það er tilvalið fyrir einstaklinga, hópa og fjölskyldur að leigja sér aðstöðu til leikja og íþrótta en íþróttasalurinn er ágætlega búinn tækjum við hæfi fólks á ölum aldri.

Öskudagur með pompi og prakt

lindaFréttir

Það var líf og fjör í Grunnskólanum Ljósuborg á öskudag en þá mættu nemendur og starfsfólk skólans í grímubúningum og slógu síðan köttinn úr tunnunni.

Dagur leikskólans

lindaFréttir

Dagur leikskólans hefur verið ákveðinn 6. febrúar ár hvert, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

Vel heppnað þorrablót

lindaFréttir

Þorrablót Ungmennafélagsins Hvatar var haldið með pompi og pragt í Félagsheimilnu Borg þann 1. febrúar en hefðin býður að þorrablót þetta sé haldið annan föstudag í þorra.  Blótið fór vel fram og var vel sótt en næstum 220 manns skemmtu sér hið besta.

.

Íþrótta og tómstundastarf hafið

lindaFréttir

Íþrótta- og tómstundastarf er að hefjast fyrir börn og unglinga í sveitarfélaginu. Starf þetta er samstarf skólans og Ungmennafélagsins Hvatar. Starf þetta fer fram eftir skóla á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum. Umsjón með starfinu hefur Sigmar Karlsson.

Viðtalstími

lindaFréttir

Tilkynning um viðtalstíma leikskólastjóra

Viðtalstími leikskólastjóra er á miðvikudögum kl. 11:00 – 11:30, síminn er 486-4492

Einnig er hægt að senda fyrirspurnir í tölvupósti í kataborg@gogg.is

Í skammdeginu

lindaFréttir

Kæru foreldrar.

Það er hjá mörgum tregablandin tilfinning þegar sumarið kveður og fer að hausta. Við getum jafnvel, ef við gefum því gaum, enn fundið heitt sólskinið á hörundinu og mjúka sumargoluna leika um vanga og hár. Sumarið var hlítt og veðursælt og mörg okkar “hlóðu batteríin” og komum tvíelfd til vinnu að loknu sumarleyfi. Fyrir það ber að þakka. En nú lækkar blessuð sólin á lofti og með örlítilli eftirsjá fögnum við vetri konungi og gerum okkur klár í slaginn. Við drögum fram vetrarfatnað og könnum hvað er enn mátulegt á ungana okkar og endurnýjum ef þeim hefur tekist að vaxa upp úr gallanum frá í fyrra. Svo er að huga að því að láta sér líða vel , líka í dimmunni og kuldanum. Hér í Kátuborg er beðið með spenningi eftir snjónum og spurt með eftivæntingu í augunum hvenær við getum farið að renna okkur á snjóþotunum og búið til snjókalla.

Við bendum börnunum á að þau koma í myrkrinu í leikskólann að morgni og vekjum athygli þeirra á hvenær sólin kemur upp og að dagurinn styttist jafnt og þétt. Í desember leggjum við síðan áherslu á að skapa rólegt andrúmsloft í samverustundum milli þess sem við vinnum að hinni árlegu jólagjöf til foreldra, æfum jólalögin og leikum úti og inni.

Með bestu kveðjum,

Skólastjóri og starfsfólk.      

Messuhald um hátíðirnar

lindaFréttir

Eins og undanfarin ár verður jólahelgistund í Mosfellskirkju í Grímsnesi kl. 18:00 á aðfangadegi jóla.  Þar ræður kyrrðin ríkjum og varla er hægt að hugsa sér betri leið til að hefja hátíðarhaldið.   

Opnunartími yfir jól og áramót

lindaFréttir

Skrifstofa Grímnes- og Grafningshrepps verður lokuð föstudaginn 21. des.,31 des gamlársdag og 2 jan. nk.  Næsti fundur sveitarstjórnar verður samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar  þann 17. janúar 2008, kl. 9:00.

Ungmennafélagið Hvöt 100 ára

lindaFréttir

Nú 22. desember eru 100 ár liðin frá því Ungmennafélagið Hvöt var stofnað af framsýnum Grímsnesingum sem vildu vinna sveitinni sinni og Íslandi allt.  Upp á þessi merku tímamót var haldið í lok nóvember að Borg í Grímsnesi en Hvöt átti sinn stóra þátt í því að það féalgsheimili var reist og haft svo myndarlegt að enn er sómi að.

Hugleiðingar Lísu Thomsen

lindaFréttir

Þeir vita það sem reyndu að það var líf og fjör í kringum Lísu Thomsen þegar hún gegndi formannsstörfum í Ungmennafélaginu Hvöt fyrir tveimur áratugum eða svo.  Hún taldi það ekki eftir sér að hendast um allar sveitir og smala krökkum og unglingum með á mót og þar gitli hið fornkveðna – minna skipti að bera sigur úr býtum en þess mikilvægara var að vera með.  Í desemberhefti Hvatarblaðsins má finna hugleiðingar hennar í tilefni af 100 ára afmæli Hvatar sem verður nú síðar í mánuðinum og fer hann hér á eftir.

Jólapistill sveitarstjóra

lindaFréttir

Í desemberhefti Hvatarblaðsins má finna pistil  frá sveitarstjóra Grímsnes og Grafningshrepps.  Helsta viðfangsefni hans í þessum stuttal pistli er mikilvægi þess að íbúar standi vel við bakið á því félagsstarfi sem unnið er í sveitarfélaginu.  Það er enda löngu vitað að maður er manns gaman og ljóst er að það hafa Grímsnesingar vitað lengi þar sem Ungmennafélagið Hvöt er með allra elstu ungmennafélögum og starf kvenfélagsins í Grímsnesi hefur veirð öflugt í gegnum tíðina sem og kvenfélagið í Grafningi á sínum tíma.  Pistil Jóns G. Valgeirssonar fer hér á eftir.

Munið tónleikana með Diddú og bingó

lindaFréttir

Sigrún Hjálmtýsdóttir verður með tónleika að Borg í Grímsnesi í kvöld.  Dagskráin hefst klukkan 20:30.  Á morgun  verður jólabingó kvenfélagsins sömuleiðis á Borg og hefst það klukkan 15:00.  Vonandi mæta sem flestir!

Nemendur sýna á Sólheimum

lindaFréttir

Á þriðjudaginn var opnaði sýningin Náttúran og orkan í Sesseljuhúsi á Sólheimun,  en hún er unnin af nemendum Grunnskólans Ljósuborgar.  Alli rnemendur skólans hafa unnið verkefni á sýningunni og spanna þau mjög breitt svið.

Aðventudagar Sólheima

lindaFréttir

Sólheimar bjóða alla hjartanlega velkomna á Aðventudaga sína.  Þar verður fjölmargt í boði fyrir gesti og gangandi.  Aðventudagarnir hefjast 24. nóvember og standa til 16. nóvember.

Hvöt 100 ára

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

22. desember verður ungmennafélagið okkar 100 ára.  Á laugardaginn verður haldið upp á þann merka áfanga að Borg í Grímsnesi með hátíðarkvöldverði.  Allir  sveitungar og aðrir velunnarar félagsins eru velkomnir.  Í boði verður öndvegis lamb að hætti Bensa í Miðengi.  Samkoman hefst klukkan 20:00 og vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.  Húsið opnar klukkan 19:30. 

Glæsileg dagskrá kvenfélagsins í nóvember og desember

lindaFréttir

Starfssemi Kvenfélags Grímsness er mjög lífleg um þessar mundir og margt sem er á döfinni;  jólafundur með kvenfélagskonum úr Laugardal, jólaföndur, bingó og spilakvöld.  Vonandi taka sveitungar og kvenfélagskonur vel við sér og taki virkan þátt í því sem í boði er.

Dagur íslenskrar tungu

lindaFréttir

Í tilefni dags íslenskrar tungu voru nemendur leikskólans með dagskrá.  Þeir fluttu stökur eftir Jónas Hallgrímsson og sýndu síðan leikrit.

Góður árangur í hundarækt

lindaFréttir

Helga Gústavsdóttir í Miðengi hefur á liðnum árum náð góðum árangri í ræktun íslenska fjárhundsins og hafa hundar frá henni oftar en ekki nælt sér í verðlaun á alþjóðlegum hundasýningum hér á landi.

Helga hefur ræktað íslenska fjárhunda í u.þ.b. 15 ár.  Árangur hennar hefur verið mjög góður og það er næsta víst að Kersins hundar (hlekkur) nstanda fyrir sínu.  Á hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands má sjá góðan árangur hennar en hundur frá henni Kersins Orri var valinn besti íslenski fjárhundurinn.

Víðar í úrslitum má sjá ræktunarheitið hennar og ljóst er að góður gangur er í hundaræktinni.

Íslenski fjárhundurinn var næstum útdauður í upphafi síðustu aldar en næstum fyrir heppni tókst að bjarga kyninu og 1967 hófst ræktun hans á ný á Íslandi hjá Sigríður Pétursdóttur á Ólafsvöllum. 

Í dag nýtur íslenski fjárhundurinn mikilla vinsælda enda húsbóndahollur, glaðlyndur og ljúfur í skapi

Tónleikar með Diddú

lindaFréttir

Þann 1. desember verða hinir árlegu aðventutónleikar í Félagsheimilinu Borg í Grímsnesi.  Í ár verður það Sigrún Hjálmtýsdóttir sem skemmtir gestum með söng sínum.

Prjónakaffi og kvenfélagsfundur

lindaFréttir

Í kvöld verður prjónakaffi á Gömlu Borg.   Védís Jónsdóttir í heimsókn og talar við gesti um prjónaskap, hönnun og meðferð ullarinnar okkar. 

Grunnskólinn Ljósaborg settur

lindaFréttir

Þann 22. ágúst var Grunnskólinn Ljósaborg settur í þriðja sinn.  Í ár markar skólasetningin ákveðin tímamót því nú er umsjón skólamála komin á hendur Grímsnes og Grafningshrepps á ný en síðustu ár hefur  Bláskógarbyggð farið með skólamálin í umboði hreppsins.  Þessir tveir hreppar eiga þó enn í ágætu samstarfi þvi nemendur í 8. – 10. bekk stunda nám í Grunnskóla Bláskógarbyggðar,  í Reykholti. 

Mikið fjör á Grímsævintýrum

lindaFréttir

Grímsævintýri tókust vel í ár og mikið fjölmenni mætti til leiks í blíðskapar veðri.  Margt var sér til gamans gert og margir fóru heim með eitthvað gott í poka af markaðinum eða tombólu kvenfélagsins.  Uppsveitarvíkingar tókust á í kraftakeppni en nánar má lesa um daginn á sveitir.is

Skólasetning

lindaFréttir

Grunnskólinn Ljósaborg verður settur miðvikudaginn 22. ágúst kl. 13:00. Kennsla hefst síðan eftir stundaskrá daginn eftir.

Tónleikar Magga Eirkíks og KK

lindaFréttir

Á fimmtudaginn 19. júlí leika þeir Magnús Eiríksson og KK lög af nýútkominni plötu sinni í Félagsheimilinu Borg Grímsnesi. 

Skóladagatal

lindaFréttir

Það er næstum óviðurkvæmilegt að minnast á skólabyrjun nú þegar sumarið leikur við okkur dag eftir dag en rétt eins og sólin rís í austri og sest í vestri hefst skólinn á ný þegar hausta tekur. 

Tombólan 11. ágúst

lindaFréttir

Hin árlega tombóla kvenfélagsins verður laguardaginn 11. ágúst í tengslum við Grímsævintýri.  Fyrirkomulagið verður með líkum hætti og fyrri ár en tómbólan hefur ætíð verið afar vinsæl á meðal gesta.

Mikið fjölmenni um helgina

lindaFréttir

Það var líf og fjör í sundlauginni Borg um helgina en hátt í 1100 manns nýttu sér aðstöðuna, laugardag og sunnudag. 

Sumarlokun á skrifstofu

lindaFréttir

Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Grímsnes og Grafningshrepps lokuð frá  30 júlí til og með 10 ágúst.

Sundlaugin Borg

lindaFréttir

Á vordögum var opnuð stórglæsileg sundlaug á Borg, Grímsnesi.  Aðstaðan þar er öll til fyrirmyndar. Þar er m.a. rennubraut sem fær margan víkinginn til að reyna karlmennsku sína til hins ítrasta!

17. júní hátíðarhöld á Borg

lindaFréttir

Að venju verður þjóðhátíð okkar haldin hátíðleg á Borgarsvæðinu. Meðal viðburða er vígsla íþróttamannvirkjanna á Borg, skrúðganga og leikir.

Kvennahlaup ÍSÍ

lindaFréttir

Hið árlega kvennahlaup ÍSÍ og Sjóvá fer fram 16. júní og verður hlaupið frá tveimur stöðum í Grímsnesi nú í ár.