Afmæli Sveitarfélagsins

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Grímsnes– og Grafningshreppur stendur fyrir hátíðardagskrá í tilefni 20 ára afmælis sveitarfélagsins laugardaginn 1. desember n.k. kl. 14:00 í Félagsheimilinu Borg   Hátíðarávarp Tónlistaratriði Söngur Ljósmyndasýning Boðið verður upp á hátíðarkaffi eftir formlega dagskrá í Félagsheimilinu. Sveitarstjórn býður íbúa og aðra velunnara sveitarfélagsins velkomna  

Afmælistónleikar

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Sveitarfélagið fagnar 20 ára afmæli í ár en það var árið 1998 sem Grímsneshreppur og Grafningshreppur sameinuðust í  Grímsnes- og Grafningshrepp. Af því tilefni er íbúum 16 ára og eldri með lögheimili í sveitarfélaginu boðið án endurgjalds á tónleika í Félagsheimilinu Borg, sunnudaginn 25. nóvember n.k. kl. 20.00. Húsið opnar kl. 19.30. Magnús Kjartansson og hljómsveit fara yfir nokkrar af sínum vinsælustu … Read More

„Á vit ævintýranna“

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Þann 4. nóvember n.k. er nemendum í grunnskóladeild Kerhólsskóla ásamt forráðamönnum boðið í leikhús á Selfossi á sýninguna „ Á vit ævintýranna“ Eftir Ágústu Skúladóttur leikstjóra og leikhópinn byggt á verkunum: Litli Kláus og Stóri Kláus eftir H.C. Andersen, En hvað það var skrýtið eftir Pál J. Árdal og Sálin hans Jóns míns eftir Davíð Stefánsson

Afmæli sveitarfélagsins

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Sveitarfélagið fagnar 20 ára afmæli í ár en það var árið 1998 sem Grímsneshreppur og Grafningshreppur sameinuðust í Grímsnes- og Grafningshrepp. Af því tilefni verður boðið upp á ýmsa viðburði.   -Nemendum í grunnskóladeild Kerhólsskóla ásamt forráðamönnum verður boðið í leikhús á Selfossi á sýninguna „ Á vit ævintýranna“ þann 4. nóvember. -Íbúum 16 ára og eldri með lögheimili í … Read More

Leikskólinn Álfaborg, Bláskógabyggð

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Deildarstjóri og leikskólakennari óskast Leikskólinn Álfaborg auglýsir eftir deildarstjóra í 100% stöðu, í tímabundna ráðningu, frá 1. desember 2018 með möguleika á fastráðningu vegna stækkunar leikskólans. Einnig óskast leikskólakennari í 100% stöðu í ótímabundna ráðningu, sá þarf að geta hafið störf sem fyrst. Einnig kemur til greina að ráða í hlutastarf. Í leikskólanum starfar samstillt, glaðlynt og metnaðarfullt starfsfólk og … Read More

Náms- og rannsóknarstyrkur

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Náms- og rannsóknarstyrkur Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um náms- og rannsóknarstyrk fyrir árið 2018. Úthlutað verður  kr. 1.500.000 í styrki þetta árið. Styrkurinn er ætlaður námsfólki sem vinnur að rannsóknarverkefni til lokaprófs á háskólastigi. Verkefnið skal tengjast Suðurlandi og þjóna ótvíræðum atvinnu- og/eða fræðilegum tilgangi fyrir Suðurland eða hluta Suðurlands. Umsóknarfrestur er til 10. nóvember næstkomandi og … Read More

Er kominn tími til að tengja ljósleiðarann hjá þér?

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

      Er kominn tími til að tengja ljósleiðarann hjá þér? Ef þú ert á svæði 1 sem er austan Stóru-Borgar og nær upp að Neðra-Apavatni, upp að Haga og allan Sólheimahringinn og hefur fengið tölvupóst eða símhringingu frá sveitarfélaginu, þá er kominn tími til að tengja.   Hér kemur stutt lýsing á næstu skrefum. Ákveða þjónustuaðila og hvernig … Read More

Hjálparsveitin Tintron

lindaFréttir, Tilkynningar, Tilkynningar og auglýsingar

Kynningarkvöld hjá Hjálparsveitinni Tintron  Ert þú 14 ára eða eldri og langar að vera partur af stærstu sjálfboðaliðasamtökum landsins ? Þá höfum við hlutverk handa þér. Ef þetta er eitthvað sem þig langar að kynna þér, þá verður opið hús hjá okkur miðvikudagskvöldið 10. okt. kl 20:00 að Borg í Grímsnesi.                           Ef þú kemst ekki þá, ekkert mál þar sem … Read More

Fundarboð

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

440. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 19. september 2018 kl. 9.00 f.h. Sjá nánar hér: FB 440.19.09.18    

Kerhólsskóli óskar eftir leikskólakennara

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Kerhólsskóli óskar eftir leikskólakennara Kerhólsskóli er sameinaður leik- og grunnskóli með rúmlega 70 nemendur á aldrinum 1. árs upp í 10. bekk þar af eru 33 börn í leikskóladeild. Skólinn er Grænfánaskóli og leggur áherslur á fagleg vinnubrögð, einstaklingsmiðað nám, umhverfismennt og útikennslu, list- og verkgreinar. Vakin er athygli á stefnu Grímsnes- og Grafningshrepps um jafnan hlut kynja í störfum … Read More

Íbúafundur

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Eins og flestum er kunnugt er Míla að leggja ljósleiðara á þau heimili og fyrirtæki í sveitarfélaginu sem um það hafa sótt. Sum heimili eru nú þegar komin á það stig að tengjast og hjá öðrum styttist í það. Mánudagskvöldið 10. september klukkan 20:00 í Félagsheimilinu Borg verður opinn fundur í tengslum við ljósleiðaratengingar. Á fundinn koma fulltrúar frá fyrirtækjum … Read More

Ertu með frábæra hugmynd að menningarviðburði ?

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Nýrri vöru, þjónustu eða markaðssókn hjá starfandi fyrirtæki? Eða kannski glænýrri viðskiptahugmynd? Uppbyggingarsjóður Suðurlands hefur opnað fyrir umsóknir og umsóknarfrestur er til 16:00 þann 9. október 2018. Ekki hika við að hafa samband við ráðgjafa á SASS ef þú hefur einhverjar spurningar í síma 480-8200 eða með tölvupósti á: sass@sass.is.  

Fundarboð

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

439. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 5. september 2018 kl. 9.00 f.h. Sjá nánar hér: FB 439.05.09.18

Ljósleiðari í sumarhús

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Þeir sumarhúsaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi sem hafa áhuga á að fá ljósleiðara í sumarhúsið sitt eru beðnir um að hafa samband við sumarhúsafélagið í sínu hverfi og láta formenn þess hafa samband við Mílu í gegnum netfangið sala@mila.is  

Vegaframkvæmdir – malbikun 24. ágúst 2018 – Biskupstungnabraut

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Vegagerðin hefur gefið heimild til eftirtalinna verka, ef veður leyfir: Föstudaginn 24. ágúst er stefnt á að malbika báðar akreinar á Biskupstungnabraut við Reykholt, austan við hringtorg hjá Bjarkarbraut. Annarri akreininni verður lokað í einu og umferð stýrt í gegnum vinnusvæðið. Viðeigandi merkingar verða settar upp meðan á framkvæmd stendur skv. viðlögðu lokunarplani 8.0.88. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir … Read More

Fjallferðir og réttir 2018

lindaFréttir, Tilkynningar, Tilkynningar og auglýsingar

Grímsnes  Farið verður á fjall í Grímsnesi föstudaginn 7. september  Réttað verður í Kringlumýri þriðjudaginn 11. september kl. 10:00   Grafningur  Farið verður á fjall í Grafningi föstudaginn 14. september Grafningsréttir verða mánudaginn 17. september kl. 9:45  Veðurspá/veður getur haft áhrif á allar dagsetningarnar  

Fundur um þjóðgarð á hálendinu 27 ágúst í Árnesi.

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið boðar til fundar um þjóðgarð á miðhálendi Íslands í Félagsheimilinu Árnesi mánudaginn 27 ágúst. Kl 17:00. Formaður miðhálendisnefndar Óli Halldórsson kynnir verkefni nefndarinnar og fer yfir tímarás verkefnisins. Að framsögu hans lokinni mun hann leitast við að svara fyrirspurnum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

Fundarboð

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

438. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 22. ágúst 2018 kl. 9.00 f.h. Sjá nánar hér: FB 438.22.08.18  

Rafmagnslaust verður í Grímsnes- og Grafningshreppi

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Rafmagnslaust verður í Grímsnes- og Grafningshreppi , frá sumarhúsum Lyngmóa og Kjarrmóa, að Þórisstöðum og niður að Kringlu. 20.08.2018 frá kl 13.00 til 16.00, vegna vinnu við háspennu. Hægt er að sjá kort af svæði sem verður rafmagnslaust inná vef RARIK tilkynningar (www.rarik.is) Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890.

Kerhólsskóli óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa og leiðbeinanda í frístund

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Kerhólsskóli óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa og leiðbeinanda í frístund   Kerhólsskóli er sameinaður leik- og grunnskóli með um 70 nemendur á aldrinum 1. árs upp í 10. bekk. Skólinn er Grænfánaskóli og leggur áherslur á fagleg vinnubrögð, einstaklingsmiðað nám, umhverfismennt og útikennslu, list- og verkgreinar. Vakin er athygli á stefnu Grímsnes- og Grafningshrepps um jafnan hlut kynja í störfum … Read More

Fundarboð

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

437. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 1. ágúst 2018 kl. 9.00 f.h. FB 437.01.08.18

Menningarveisla Sólheima

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Menningarveisla Sólheima 2018 Verslun, kaffihús og sýningar verða opin frá klukkan 12:00- 19:30 alla daga í sumar. Nú hefst loka mánuður Menningarveislu Sólheima, ekki missa af mettnaðarfullri dagskrá.   Laugardaginn 4 ágúst Kristi Hanno klarinettuleikari frá Bandaríkjunum mun flytja nokkur Klarinettuverk eftir ýmis tónskáld. Kristi hefur komið áður og er frábær manneskja og tónlistakona. Ókeypis er á alla viðburði Menningarveislu … Read More

Gámar við Sogsbakka

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Sumarhúsaeigendur athugið! Gámar undir heimilissorp við Sogbakka hafa verið fjarlægðir sökum slæmrar umgengni. Vinsamlega notið gámastöðina í Seyðishólum, þar er tekið við öllum úrgangi á opnunartíma en hægt er að henda heimilissorpi allan sólarhringinn. Þau sumarhúsahverfi / félög sem vilja fá gám undir heimilissorp inn í sitt hverfi vinsamlega sendið tölvupóst á netfangið gogg@gogg.is

Menningarveisla Sólheima

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Verslun, kaffihús og sýningar verða opin frá klukkan 12:00- 19:30 alla daga í sumar. Þetta er í þrettánda skipti sem Menningarveisla Sólheima er haldin. Íbúar Sólheima bjóða gestum að koma í heimsókn og kynnast starfinu og þeim gildum sem Sólheimar standa fyrir og starfað er eftir þ.e. kærleikur, virðing, sköpunargleði og fagmennska. Lagður er metnaður í að sem flestir finni … Read More

Tilkynning frá Vegagerðinni – Ölfusárbrú

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Vegna viðgerða verður Ölfusárbrú á Selfossi lokuð fyrir bílaumferð í eina viku um miðjan ágúst. Áætlað er að loka að kvöldi sunnudagsins 12. ágúst, á miðnætti og opna aftur fyrir morgunumferð kl. 6 mánudaginn 13. ágúst. Brúnni verður svo lokað aftur kl. 20:00 mánudaginn 13. ágúst og er áætlað að hægt verði að hleypa umferð á hana aftur mánudaginn 20. … Read More

Menningarveisla Sólheima 2018

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Menningarveisla Sólheima 2018 Sól í hjarta! Verslun, kaffihús og sýningar verða opin frá klukkan 12:00- 19:30 alla daga í sumar.   Laugardaginn 14 júlí Tónleikar í Sólheimakirkju kl. 14:00 Daníel Hjálmtýsson & Magnús Jóhann Flytja lög Leonard Cohen og aðrar ábreiður.   Sunnudagin 15. Júní Sólheimakirkja kl. 14:00 Guðsþjónusta Sr. Egill Hallgrímsson messar.

Kynningarbréf vegna ljósleiðara

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Grímsnes- og Grafningshreppur hefur samið við Mílu um lagningu ljósleiðarakerfis í sveitarfélagið og tengja ljósleiðaraheimtaugar við heimili í dreifbýli sveitarfélagsins. Þetta verkefni er unnið eftir reglum innanríkisráðuneytis sem tilheyra verkefninu Ísland Ljóstengt. Sveitarfélagið fær styrk til verkefnisins, en styrkhæfir staðir eru fyrirtæki, íbúðahús, lögbýli o.fl. sem ekki eru þegar tengd ljósleiðara eða ljósneti, frekari upplýsingar má nálgast á vef Póst … Read More

Heldriborgaraferð 2018

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Nú er komið að okkar árlegu Heldriborgaraferð 🙂 Að vanda býður Kvenfélag Grímsneshrepps íbúum Grímsnes- og Grafningshrepps, 60 ára og eldri, í dagsferð. Í ár ætlum við að fara fimmtudaginn 21. júní og tökum stefnuna í uppsveitir Árnessýslu. Fararstjóri verður okkar yndislega Unnur Halldórs. Skráning þarf að berast í síðasta lagi  sunnudaginn 17. júní nk.  Brottför frá Borg kl. 10.00 fimmtudaginn … Read More