Úrslit í Ljósmyndakeppni

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Í gær þann 12. nóvember veitti Atvinnumálanefnd verðlaun í ljósmyndakeppninni sem stóð yfir frá byrjun mars til enda september. Þátttaka var góð, í heildina voru skráðar til leiks 101 ljósmynd eftir 8 ljósmyndara. Þrenn verðlaun voru veitt, fyrir frumlegustu myndina Rúnar Gregory Muccio, fyrir mannlífsmynd Bragi Svavarsson og fyrir landslagsmynd Anna Wozniczka. Í verðlaun voru bækurnar Grímsnes, búendur og saga … Read More

Kæru sveitungar !

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Nú er Atvinnumálanefnd Grímsnes og Grafningshrepps að leggja lokahönd á dagatal næsta árs, ef þið viljið láta skrá viðburð í dagatalið þá vinsamlegast sendið póst á asavaldis@gogg.is í síðasta lagi mánudaginn 16.nóvember.  

JÓLABINGÓ

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Jólabingó Kvenfélags Grímsneshrepps verður sunnudaginn 22. nóvember 2015, kl. 14:00 í Félagsheimilinu Borg. Góðir vinningar.  Aðgangseyrir er 1.000 kr. og innifalið er heitt súkkulaði með rjóma, jólasmákökur og 1 bingóspjald,  Aukaspjald er á kr. 500.-.  Allur ágóði rennur í Sjóðinn góða sem er samstarfsverkefni ýmissa félagasamtaka í Árnessýslu sem hefur þann tilgang að veita aðstoð fyrir jólahátíðina til handa þeim … Read More

Verðlaunaafhending í ljósmyndakeppni

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

 Verðlaunaafhending í ljósmyndakeppni                     Grímsnes- og Grafningshrepps 2015  Fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 18:00 mun Atvinnumálanefnd afhenda sigurvegurum ljósmynda-keppninnar verðlaun. Verðlaunaafhendingin fer fram í Íþróttamiðstöðinni Borg og jafnframt verður opnuð ljósmyndasýning með verðlaunamyndunum og öðrum myndum sem báru af í keppninni.  Ljósmyndakeppnin stóð frá 1. mars til 30. september 2015.  Veitt verða verðlaun í þremur flokkum:  Besta mannlífsmyndin Besta landslagsmyndin Frumlegasta myndin … Read More

Hjálparsveitin TINTRON – Neyðarkallinn 2015

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Neyðarkallinn í ár er björgunarsveitamaður í bílaflokki. Björgunarsveitarmenn í bílaflokki sjá til þess að ökutæki sveitanna séu alltaf í fullkomnu lagi og tilbúin til notkunar þegar útkall berst. Auk þess sjá meðlimir bílaflokks gjarnan um akstur þeirra til og frá vettvangi og á æfingum. Salan fer fram 5.-7. nóvember og verður sú nýbreyttni þetta árið að allur ágóði sölu litla … Read More

Jólabingó

lindaTilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Jólabingó Kvenfélags Grímsneshrepps verður sunnudaginn 22. nóvember 2015, kl. 14:00 í Félagsheimilinu Borg. Góðir vinningar. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og innifalið er heitt súkkulaði með rjóma, jólasmákökur og 1 bingóspjald,  Aukaspjald er á kr. 500.-. Allur ágóði rennur í Sjóðinn góða sem er samstarfsverkefni ýmissa félagasamtaka í Árnessýslu sem hefur þann tilgang að veita aðstoð fyrir jólahátíðina til handa þeim sem ekki … Read More

Skátafélag Sólheima

lindaTilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Laugardaginn 31. október næstkomandi fagna skátar 30 ára afmæli skátastarfs á Sólheimum í Grímsnesi en félagið var formlega stofnað þann 30. október árið 1985.  Frumkvæði að stofnun félagsins áttu þeir Guðmundur Pálsson og Guðjón Sigmundsson en þetta haust réðust þeir félagarnir til Sólheima í beinu framhaldi af því að hafa veitt sumarbúðum skáta á Úlfljótsvatni forstöðu. Allar götur síðan hefur … Read More

Styrkur

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Eins og undanfarin ár mun Grímsnes– og Grafningshreppur veita  framhaldsskólanemum 16-20 ára,  þ.e. fyrir 8 fyrstu annirnar eftir grunnskóla, styrk að upphæð kr. 30.000.-  Þeir aðilar sem vilja nýta sér þetta eru beðnir um að senda vottorð um skólavist fyrir haustönn 2015 sem allra fyrst til skrifstofu sveitarfélagsins.  Hægt er að senda staðfestingu á faxnúmerið 480-5501 eða á netfangið stina@gogg.is  

Gáfu 300 þúsund í Sjóðinn góða

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Á haustfundi Kvenfélags Grímsneshrepps var úthlutað úr tombólusjóði 2015. Á Grímsævintýrum sem haldin voru 8. ágúst söfnuðust um 800 þúsund krónur sem kvenfélagið úthlutar til góðgerðar- og líknarmála. Fyrsta úthlutun var 300.000 kr. sem voru afhentar Sjóðnum Góða sem er samstarfsverkefni ýmissa félagasamtaka í Árnessýslu og hefur þann tilgang að veita aðstoð fyrir jólahátíðina til handa þeim sem ekki eiga … Read More

Batasetur Suðurlands

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Batasetur Suðurlands, virknimiðstöð fyrir einstaklinga með geðröskun hóf starfsemi í september sl. Skemmst er frá því að segja að það fer vel af stað og mikil ánægja með þetta verkefni. Í Batasetrinu hittist fólk með geðraskanir, talar um líðan sína og fær ráð hjá hver öðrum um hvað virkar hjá þeim. En einnig er unnið með valdeflingu þ.e. að fá … Read More

Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar, menningar og atvinnuþróunar á Suðurlandi. Umsóknarfrestur er til og með 5. nóvember nk. Uppbyggingarsjóður Suðurlands hefur tekið við hlutverki Menningarráðs og Vaxtarsamnings Suðurlands. Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands: Sjá nánar hér:  Uppbyggingarsjóður Suðurlands

Húsgögn óskast í félagsmiðstöðina.

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Unglingarnir í sveitinni hafa fengið húsnæði á Borg fyrir félagsmiðstöð. Húsnæðið er í „gamla“ skólanum, þar er bæði hátt til lofts og vítt til veggja. Húsnæðið, sem kallast Gilið, er algjörlega tómt og þar glymur hátt í hressum krökkum. Nú vantar sófa, stóla, borð, hillur, gólfmottur, blómapotta o.s.frv. til að gera félagsmiðstöðina vistlega. Ef þú átt eitthvað sem þú telur að … Read More

Konukvöld í uppsveitum

lindaFréttir, Liðnir viðburðir, Tilkynningar og auglýsingar

Konukvöld í uppsveitum Sunnudagskvöldið 23. okt. nk.  ætla þrjú kvenfélög í uppsveitum að standa fyrir konukvöldi í Félagsheimilinu á Flúðum, í tilefni af kvennafrídeginum.  Boðið verður uppá fjölbreytta og skemmtilega dagskrá ásamt léttum veitingum.  Veislustjóri verður Ólafía Hrönn Jónsdóttir og hefst samkoman kl. 20:00.   Að samkomunni standa Kvenfélag Gnúpverja, Kvenfélag Hrunamannahrepps og Kvenfélag Skeiðahrepps.  Allar konur velkomnar. 

Konukvöld

lindaFréttir, Liðnir viðburðir, Tilkynningar og auglýsingar

Konukvöld í uppsveitum Sunnudagskvöldið 23. okt. nk.  ætla þrjú kvenfélög í uppsveitum að standa fyrir konukvöldií Félagsheimilinu á Flúðum, í tilefni af kvennafrídeginum.  Boðið verður uppá fjölbreytta og skemmtilega dagskrá ásamt léttum veitingum.  Veislustjóri verður Ólafía Hrönn Jónsdóttir og hefst samkomankl. 20:00.   Að samkomunni standa Kvenfélag Gnúpverja, Kvenfélag Hrunamannahrepps og Kvenfélag Skeiðahrepps. Allar konur velkomnar. 

Ball á Gömlu Borg

gretarTilkynningar og auglýsingar

Hjördís Geirs og Örvar Kristjánsson verða á Gömlu Borg laugardaginn 16. júlí.  Ballið hefst klukkan 21:30 og aðgangseyrir er kr. 1500. Allir velkomnir!

Menningarveisla Sóheima, dagskrá helgarinnar

gretarTilkynningar og auglýsingar

Menningarveisla Sólheima stendur nú í miklum blóma. Um helgina verða tónleikar með Unni Birnu Björnsdóttur og fyrirlestur um gæði og mikilvægi íslensks neysluvatns.Margt fleira er í boði og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Sólheimum.

gretarTilkynningar og auglýsingar

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Í UPPSVEITUM ÁRNESSÝSLU OG FLÓAHREPPI

Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi

Fuglaskoðun á Sólheimum

gretarTilkynningar og auglýsingar

Laugardaginn 2. júlí fer Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, með gesti í fræðslugöngu um fugla í landi Sólheima. Fuglaskoðunin hefst kl. 15 í Sesseljuhúsi, hún er ókeypis og öllum opin.

Grímsævintýri 2011

gretarTilkynningar og auglýsingar

Handverksfólk-framleiðendur- athafnamenn-þjónustuaðilar athugið:

Laugardaginn 6. ágúst nk. verður markaðsdagur á Borg Grímsnesi. Þar verðu í boði aðstaða til að selja og kynna varning og starfsemi eins og undanfarin ár.

Íþrótta og leikjanámskeið í sumar

gretarTilkynningar og auglýsingar

Útivist, fræðsla og alhliða leikfimi fyrir börn verða alla virka daga í allt sumar

Sólheimar ætla að bjóða upp á íþrótta- og leikjanámskeið í sumar, styrkt af Grímsnes- og Grafningshreppi. Námskeiðin eru án endurgjalds og opin öllum börnum frá 6 ára aldri.

Grímsævintýrin 2011

gretarTilkynningar og auglýsingar

Laugardaginn 6. ágúst nk. verður markaðsdagur á Borg Grímsnesi. Þar verðu í boði aðstaða til að selja og kynna varning og starfsemi eins og undanfarin ár. Á sama tíma verður tombóla kvenfélagsins og margt, margt fleira.

Bara gras? Málþing um skaðsemi kannabisneyslu

gretarTilkynningar og auglýsingar

Málþingið Bara gras? verður haldið í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum þriðjudaginn 31. maí nk. kl. 20.00. Þeir sem sóttu ekki viðburðinn á Selfossi á dögunum eru hvattir til þess að mæta á Flúðir og kynna sér þessi mál, ekkert okkar hefur efni á að standa utan við umræðu og fræðslu um þau brennandi málefni sem tengjast fíkniefnum.

Fyrirlestur um táknrænt gildi Gullfoss í íslenskri náttúrusýn

gretarTilkynningar og auglýsingar

Táknrænt gildi Gullfoss í íslenskri náttúrusýn er umfjöllunarefni næsta viðburðar Upplits, menningarklasa uppsveita Árnessýslu, sunnudagskvöldið 29. maí kl. 20.00. Segja má að staðarvalið sé táknrænt – en viðburðurinn fer fram á Hótel Gullfossi í Brattholti og það er Unnur Birna Karlsdóttir sagnfræðingur sem flytur fyrirlestur.

Frá Uppliti

lindaTilkynningar og auglýsingar

Þrír viðburðir verða á dagskrá í ágúst á vegum Upplits; Grasaferð, Gullkistan og Stóru-Laxárglúfur koma þar öll við sögu.

Hvolpur í óskilum

lindaTilkynningar og auglýsingar

 

3 – 5 mánaða hvolpur fannst við Farbraut í Norðurkotslandi miðvikudaginn 4. ágúst. Þetta er Border Collie blendingur, svartur að lit með hvíta fætur, bringu og kvið. Hvolpurinn er með bleika ómerkta ól og er ekki örmerktur.

Upplýsingar gefur sveitarstjóri í síma 848 – 1948