Grímsævintýrin 2011

gretarTilkynningar og auglýsingar

Laugardaginn 6. ágúst nk. verður markaðsdagur á Borg Grímsnesi. Þar verðu í boði aðstaða til að selja og kynna varning og starfsemi eins og undanfarin ár. Á sama tíma verður tombóla kvenfélagsins og margt, margt fleira.

Bara gras? Málþing um skaðsemi kannabisneyslu

gretarTilkynningar og auglýsingar

Málþingið Bara gras? verður haldið í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum þriðjudaginn 31. maí nk. kl. 20.00. Þeir sem sóttu ekki viðburðinn á Selfossi á dögunum eru hvattir til þess að mæta á Flúðir og kynna sér þessi mál, ekkert okkar hefur efni á að standa utan við umræðu og fræðslu um þau brennandi málefni sem tengjast fíkniefnum.

Fyrirlestur um táknrænt gildi Gullfoss í íslenskri náttúrusýn

gretarTilkynningar og auglýsingar

Táknrænt gildi Gullfoss í íslenskri náttúrusýn er umfjöllunarefni næsta viðburðar Upplits, menningarklasa uppsveita Árnessýslu, sunnudagskvöldið 29. maí kl. 20.00. Segja má að staðarvalið sé táknrænt – en viðburðurinn fer fram á Hótel Gullfossi í Brattholti og það er Unnur Birna Karlsdóttir sagnfræðingur sem flytur fyrirlestur.

Frá Uppliti

lindaTilkynningar og auglýsingar

Þrír viðburðir verða á dagskrá í ágúst á vegum Upplits; Grasaferð, Gullkistan og Stóru-Laxárglúfur koma þar öll við sögu.

Hvolpur í óskilum

lindaTilkynningar og auglýsingar

 

3 – 5 mánaða hvolpur fannst við Farbraut í Norðurkotslandi miðvikudaginn 4. ágúst. Þetta er Border Collie blendingur, svartur að lit með hvíta fætur, bringu og kvið. Hvolpurinn er með bleika ómerkta ól og er ekki örmerktur.

Upplýsingar gefur sveitarstjóri í síma 848 – 1948

Við minnum á umhverfisvikuna

lindaTilkynningar og auglýsingar

Ungmennafélagið grillar pylsur á íþróttavellinum á Borg, að kvöldi 23.júlí klukkan 20:30 fyrir þá sem eru duglegir að taka til í umhverfisvikunni.

Frá 19. júlí til 23.júlí er umhverfisvika í Grímsnes og Grafningshreppi. Þá daga verður hægt að henda rusli á gámastöðinni gjaldfrítt. Muna að flokka !
Allir út að tína rusl!

Ferð í Kringlumýri

lindaTilkynningar og auglýsingar

N.k laugardagskvöld 5 júní er áætlað að bjóða sveitungum í rútuferð inní Kringlumýri að kíkja á þær framkvæmdir sem gerðar hafa verið á skálanum. Rútan leggur af stað frá Borg kl 20:00. gott væri ef þeir sem áhuga hafa á að koma með myndu tilkynna það í S 662-4422 eða á kerhestar@kerhestar.is

Auglýsing um kjörfund

lindaTilkynningar og auglýsingar

Kjörfundur hefst kl. 1000 og lýkur kl. 2000

Kjörstaður verður í stjórnsýsluhúsinu á Borg, í fundarsal sveitarstjórnar á 2. hæð (lyfta/hjólastóll er til staðar).  Kjósendur skulu hafa með sér persónuskilríki með mynd og framvísa þeim ef óskað er.   Talning atkvæða fer fram í Félagsheimilinu á Borg að loknum kjörfundi.   Kjörstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps, 9. maí 2010

Guðrún Bergmann Vilhjálmsdóttir, Eyvík, 801 Selfoss
Árni Þorvaldsson, Bíldsfell 1, 801 Selfoss
Þórunn Drífa Oddsdóttir, Steingrímsstöð, 801 Selfoss

Prjónakaffi á Gömlu Borg 4. maí

lindaTilkynningar og auglýsingar

Á fyrsta þriðjudegi í mánuði hefur verið prjónakaffi á Gömlu Borg í vetur. Í þetta sinn fá þær Gömlu Borgar konur Margréti Valdimarsdóttur hjúkrunarfræðing og ljósmóður til að sýna gestum,  hvað hún er að gera.

Opnunartímar Gámastöðva um páskana

lindaTilkynningar og auglýsingar

Vinsamlegast athugið opnunartíma Gámastöðva um og í kringum páska.  Upplýsingar um opnunartímann fá m,a. finna hér (tengill) en einnig í upplýsingaboxi hægra megin á vefsíðunni.  Þar má einnig finna allar helstu upplýsingar um sorphirðuna í sveitarfélaginu.

Föstumessa

lindaTilkynningar og auglýsingar

 

Föstumessur með altarisgöngu eru haldnar á miðvikudagskvöldum á föstunni í Mosfellskirkju í Grímsnesi.

Sú næsta verður miðvikudagskvöldið 17. mars kl. 20:30.

En sú síðasta verður miðvikudagskvöldið 24. mars kl. 20:30.

Prestar eru sr. Birgir Thomsen og undirritaður.

Boðið er í kaffi eftir messu.

Sr. Rúnar Þór Egilsson.

Mosfellskirkja í Grímsnesi

lindaTilkynningar og auglýsingar

Föstumessur með altarisgöngu eru haldnar á miðvikudagskvöldum á föstunni.  Sú næsta verður miðvikudagskvöldið 17. mars kl. 20:30.  En sú síðasta verður miðvikudagskvöldið 24. mars kl. 20:30.  Prestar eru sr. Birgir Thomsen og undirritaður.

Boðið er í kaffi eftir messu.
Sr. Rúnar Þór Egilsson.

Þjóðaratkvæðagreiðsla 6. mars 2010

lindaTilkynningar og auglýsingar

Kjörstaður í Grímsnes- og Grafningshreppi vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars 2010 verður í stjórnsýsluhúsinu á Borg í fundarsal sveitarstjórnar á 2. hæð.

Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00.
Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki og framvísa þeim ef óskað er.
Kjörstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps.

Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu

lindaTilkynningar og auglýsingar

Kjörskrá fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars 2010 liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins í stjórnsýsluhúsinu á Borg, sbr. lög nr. 4/2010, lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga nr. 1/2010, um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf.

Námskeið í markaðssetningu á netinu

lindaTilkynningar og auglýsingar

Atvinnuþróunarfélag Suðurlands í samvinnu við Útflutningsráð Íslands og mbl.is mun bjóða upp á námskeið í markaðssetningu á netinu byggt á samnefndri bók sem var að koma út. Kennarar eru Guðmundur Arnar, markaðsstjóri hjá Icelandair og Kristján Már hjá Nordic eMarketing