Þorrablót

lindaTilkynningar og auglýsingar

Okkar árlega þorrablót verður haldið í Félagsheimilinu Borg föstudaginn 29. janúar 2010. Húsið opnar kl. 20:00 og borðhaldið hefst stundvíslega kl. 20:30. Hljómsveitin Money leikur fyrir dansiMaturinn er að þessu sinni frá Höfðakaffi. Miðaverð er kr. 5.700 og þarf að vera búið að panta miða í síðasta lagi mánudagskvöldið 25. janúar. Minna skal á breytt aldurstakmark á þorrablótið sem miðast ... Read More

Áramótabrenna á Borg

lindaTilkynningar og auglýsingar

Áramótabrenna verður við tjaldsvæðið á Borg á morgun Gamlársdag klukkan 20:30.  Í kjölfarið verður flugeldasýning.  Allir velkomnir til að fagna nýju ári saman!

Spilakvöld

lindaTilkynningar og auglýsingar

Spilakvöld

Spilakvöld fyrir alla fjölskylduna verður í Félagsheimilinu Borg þriðjudagskvöldið 29. desember kl. 20:00.

Krakkar verið nú dugleg að mæta og draga mömmu og pabba og ömmu og afa í spilamennskuna.

Mætum vel.

Stjórn Kvenfélagsins

Styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum 2010

lindaTilkynningar og auglýsingar

Ferðamálastofa auglýsir styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2010. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni tengd sjálfbærri ferðaþjónustu fyrir alla sem hafa heildrænt skipulag og langtímamarkmið að leiðarljósi. Íslensk náttúra er eitt helsta aðdráttarafl Íslands í hugum ferðamanna. Stefna íslenskra stjórnvalda er að ferðaþjónustan í landinu starfi sem mest í anda sjálfbærni. Liður í því er markviss uppbygging og fyrirbyggjandi aðgerðir til verndunar íslenskrar náttúru.

Íbúar Sólheima í Kringlunni

lindaTilkynningar og auglýsingar

Á Sólheimum er mikið og gott starf unnið. Þar má meðal annars finna leirgerð, listasmiðju, kertagerð, trésmíðaverkstæði og jurtastofu svo eitthvað sé nefnt. Ekki má heldur gleyma “Næranda” bakaríi og matvinnslu sem var sett á laggirnar síðastliðið vor.

Aðventudagar á Sólheimum

lindaTilkynningar og auglýsingar

Nú eru aðventudagar Sólheima hafnir með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Vinnustofur, Listhús Sólheima og kaffihúsið Græna kannan verða með lengdan opnunartíma sem sjá má í viðhenginu auk dagskrár aðventudaganna. Verið hjartanlega velkomin að Sólheimum!

Trölli stal jólunum

lindaTilkynningar og auglýsingar

Leiklistarval Grunnskólans Ljósuborgar og aðrir nemendur í 7. og 8. bekk sýna leikritið Trölli stal jólunum í lítilli leikgerð sem þau bjuggu sjálf til þann 15. desember klukkan 18:00.  Veitingar verða seldar og ætlunin er að búa til notalega jólastemmningu.

Jólafundur

lindaTilkynningar og auglýsingar

Sameiginlegur jólafundur Kvenfélaganna í Grímsnesi og Laugardal verður haldinn í Sesseljuhúsi á Sólheimum þriðjudaginn 8. desember kl 20:00.

Sviðaveislan

lindaTilkynningar og auglýsingar

Þá er komið að hinni árlegu Sviðaveislu, en að þessu sinni ætlum við að bjóða uppá saltkjöt líka.  Sviðaveislan er haldin 6. nóvember í Miðengi. Veislan verður í skemmunni í Miðengi. Föstudagskvöldið 6. nóv kl 20.00 Boðið verður upp á svið, saltkjöt og skyr með rjóma. Ræðumaður…í vinnslu Maggi Kjartans sér um að halda uppi stuðinu. En ekki hvað...?Byrjum á ... Read More

Kvennablak á fimmtudögum

lindaTilkynningar og auglýsingar

Jæja stelpur á öllum aldri

Nú er tækifærið til þess að skemmta sér við spriklið!

Þú getur nefnilega komið í kvennablak í Íþróttamiðstöðinni Borg á fimmtudögum kl. 17:00 en þá hefst upphitun. Við erum síðan að til 18:30

Frá Leikskólanum

lindaTilkynningar og auglýsingar

·Foreldrafundur leikskólans verður haldinn þann 15. október kl. 20:00

·Á foreldrafundinum er kjörinn vettvangur til að kjósa í foreldraráð og forelrdrafélag.

Viðvera frá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands

lindaTilkynningar og auglýsingar

Starfsmaður Atvinnuþróunarfélags Suðurlands verður með viðveru í Grímsnes og Grafningshrepp, Fimmtudaginn 17. september n.k. í stjórnsýsluhúsinu Borg, milli klukkan 13 og 15.
Nýtið tækifærið að hitta ráðgjafa í heimabyggð til að ræða hugmyndir og leiðir til atvinnuþróunar. Hægt er að panta tíma í síma 480 8210.

Allir velkomnir!

Styrkur til vegabóta

lindaTilkynningar og auglýsingar

Félög frístundabyggða og sumarhúsaeigenda eru minnt á að sækja þarf um styrk til vegabóta í frístundabyggð til sveitarstjórnar fyrir 1. september ár hvert. Meðfylgjandi skal vera sundurliðuð kostnaðaráætlun.

Leikhópurinn Lotta

lindaTilkynningar og auglýsingar

Föstudaginn 14. ágúst mun Leikhópurinn Lotta vera í Sólheimum með nýjustu leiksýningu sína Rauðhettu. Sýnt verður á túninu við Sólheimahúsið(gamla húsið) og hefst sýningin klukkan 18:00.

Munir óskast á tombólu Grímsævintýra

lindaTilkynningar og auglýsingar

Kvenfélagið stendur fyrir mikilli tombólu um helgina þar sem margt góðra muna verður en fyrirtæki hafa stutt vel við bakið á Kvenélaginu.  En þar sem undanfarin ár hafa selst rúmlega tvö þúsund miðar er vel þegið að fá vinninga frá sveitungum.

South River Band á Gömlu Borg

lindaTilkynningar og auglýsingar

Miðvikudaginn 1. júlí verður South River Band á Gömlu Borg með tónleika.  Með þeim verður söngkonan hláturmilda, Guðrún Gunnarsdóttir.Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 stundvíslega. Aðgangseyrir 1.500.

Dansiball með Hjördísi Geirs og Örvari Kristjáns

lindaTilkynningar og auglýsingar

Það verður mikið um að vera helgina 27. og 28. júní að Borg í Grímsnesi.  Hollvinir Grímsness verða með veglega dagskrá báða dagana en hana má finna annars staðar hér á síðunni.  Laugardagskvöldið 27. júní verður síðan dansað að Gömlu Borg við dunandi undirspil og söng þeirra Örvars Kristjánssonar og Hjördísar Geirs.