Fundarboð

lindaFréttir, Tilkynningar, Viðburðir

466. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 2. október 2019 kl. 9.00 f.h. FB 466. 02.10.19

Grímsævintýri

lindaFréttir, Tilkynningar, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

GRÍMSÆVINTÝRI á Borg 10. ágúst Dagskrá frá kl 13.00 til 17.00 Tombóla – Hoppukastalar – Tintron – Leikfélagið Borg – Blúndukaffi – Markaður – Blaðrarinn – BMX brós Spákona – SÍBS Líf og heilsa með heilsufarsmælingar Leikir með Ungmennafélaginu Hvöt Hestamannafélagið Trausti – Popp og candyfloss TOMBÓLA – MIÐAVERÐ: 400kr Frítt í sund á meðan á hátíðinni stendur – Flott … Read More

UMF Hvöt Aðalfundur

lindaFréttir, Tilkynningar, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Aðalfundur UMF Hvatar verður haldinn í Félagsheimilinu Borg sunnudaginn 24. mars klukkan 13:00.  Skýrsla formanns 1. Síðasta fundagerð lesin upp. 2.  Ársreikningur. 3.  Lagabreytingar. 4.  Inntaka nýrra félaga. 5.  Kosning stjórnar. 6.  Önnur mál.  Stjórnin stefnir á að endurskoða lög félagsins og mun birta lögin á síðu félagsins þegar nær dregur fundinum þannig að félagar geti þá einnig lesið þau … Read More

Íbúaþing 21. mars

lindaFréttir, Tilkynningar, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Íbúaþing 21. mars í Félagsheimilinu Borg   Sveitarstjórn og fastanefndir Grímsnes– og Grafningshrepps bjóða til íbúaþings um samfélagsstefnu sveitarfélagsins. Íbúaþingið verður haldið fimmtudagskvöldið 21. mars klukkan 19:30 og stendur til 22:30. Tilgangur þingsins er að leita eftir skoðunum og hugmyndum íbúa varðandi stefnur í fræðslumálum, samgöngu- og umhverfismálum, atvinnumálum og íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsumálum og hafa þær til hliðsjónar við … Read More

Fundarboð

lindaFréttir, Tilkynningar, Viðburðir

452. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 20. mars 2019 kl. 9.00 f.h. FB 452.20.03.19

Pizzavagninn

lindaViðburðir

Opið frá kl.18:00 – 20:30 sjá matseðilinn á http://www.pizzavagninn.is/  

Börn og snjalltæki

lindaFréttir, Tilkynningar, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Snjalltæki og unga fólkið okkar Sameiginlegur fundur foreldrafélaganna í Kerhólsskóla, Bláskógaskóla Laugarvatni, Bláskógaskóla Reykholti, Flúðaskóla, Flóaskóla, Menntaskólanum á Laugarvatni og leikskólanna á svæðinu verður haldinn þann 12. apríl klukkan 20:00. Fundurinn markar upphaf að samstarfi félaganna sem að verður vonandi til þess að efla þau öll og foreldrana sem að þeim standa. Ákveðið var af undirbúningshópnum að halda fyrsta sameiginlega … Read More

Þorrablót 2018

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Okkar árlega þorrablót verður haldið í Félagsheimilinu Borg föstudaginn 26. janúar 2018 Húsið opnar kl. 19:30 og borðhaldið hefst stundvíslega kl. 20:00 Aldurstakmark á þorrablótið miðast við þá sem verða 16 ára á árinu 2018. Gunni, Hanni og Hebbi úr Skímó sjá um að að halda uppi stuðinu og maturinn verður frá Veisluþjónustu Suðurlands. Miðapantanir eru hjá Helgu sími 865-4422 … Read More

Hjálparsveitin Tintron

lindaViðburðir

Flugeldasala hjálparsveitarinnar Tintrons verður eins og vanalega á Austurvegi 23 Selfossi. Áramótabrenna og flugeldasýning verður við golfvöllinn á Borg 31. des. Kveikt verður í brennu kl . 20:30 Hjálparsveitin Tintron þakkar öllum fyrir góðar móttökur vegna sölu á neyðarkallinum, þökkum stuðninginn og sendum bestu óskir um Gleðileg jól.        

Skötuveisla !

lindaViðburðir

Kæru sveitungar ! Lionsklúbburinn Skjaldbreiður verður með skötuveislu á Þorláksmessudag í Félagsheimilinu Borg kl. 11:30 – 14:00  Skata og saltfiskur ásamt  tilheyrandi meðlæti. Kr. 2500,- á mann,  kr. 500,- fyrir börn 6 – 12 ára frítt fyrir börn 0 – 6 ára  Vekið bragðlaukana fyrir jólin og mætið í skötuna. Lionsklúbburinn SKJALDBREIÐUR    

Jóla Bingó Kvenfélags Grímsneshrepps

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Jólabingó Kvenfélags Grímsneshrepps verður sunnudaginn 26. nóvember 2017, kl. 14:00 í Félagsheimilinu Borg. Góðir vinningar.  Aðgangseyrir er kr. 1.000 og innifalið er heitt súkkulaði með rjóma, jólasmákökur og 1 bingóspjald,  aukaspjald er á kr. 500.-. Allur ágóði rennur í Sjóðinn góða sem er samstarfsverkefni ýmissa félagasamtaka í Árnessýslu. Sjóðurinn hefur þann tilgang að veita aðstoð fyrir  jólahátíðina til handa þeim … Read More

Jólafundur Kvenfélags Grímsneshrepps 2017

lindaTilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Sæl vertu flotta kvenfélagskona, nú líður senn að jólum og styttist í jólafundinn okkar   🙂   Jólafundur kvenfélagsins verður haldinn þriðjudaginn  21. nóvember á Hendur í Höfn í Þorlákshöfn kl. 18.30. Við ætlum að eiga huggulegt kvöld í anda aðventunnar. Pakkaleikurinn verður að vanda, hver kona kemur með einn pakka, viðmiðunarverð 1.500 kr. heimagert eða keypt. Dagný í Hendur í Höfn mun … Read More

Evrópski menningarminjadagurinn 14. október

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Í tilefni af evrópska menningarminjadeginum 2017 sem ber yfirskriftina Maður og náttúra verður tekið á móti gestum á milli kl 12 og 16 þann 14. október í Laugarvatnshellum í Bláskógabyggð. Hellarnir tveir hafa verið höggnir í móberg í Reyðarbarm ofan Laugarvatnsvalla, miðja vegu milli Laugarvatns og Þingvalla. Hellarnir hafa í gegnum tíðina verið í alfaraleið á milli Suður- og Vesturlands … Read More

Verulegar – Leiðsögn með Guðrúnu 8. október kl. 15.00

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Verulegar Brynhildur Þorgeirsdóttir · Guðrún Tryggvadóttir Leiðsögn með Guðrúnu 8. október kl. 15:00 Sunnudaginn 8. október kl. 15.00 mun Guðrún Tryggvadóttir segja frá verkum sínum á sýningunni Verulegar, Brynhildur Þorgeirsdóttir · Guðrún Tryggvadóttir, sem nýverið var opnuð í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Á sýningunni er sjónum beint að viðamiklum listferli Brynhildar Þorgeirsdóttur og Guðrúnar Tryggvadóttur sem spannar nær fjóra áratugi. … Read More

Kammerkór Seltjarnarneskirkju

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Kammerkór Seltjarnarneskirkju Feðgar á ferð og flugi Miðvikudaginn 4. október nk. kl.19.30 heldur Kammerkór Seltjarnarneskirkju hausttónleika í Skálholtskirkju. Stjórnandi er Friðrik Vignir Stefánsson organisti Seltjarnarneskirkju. Í Kammerkórnum er söngfólk sem hefur ýmist lokið söngnámi eða hefur mikla kórreynslu. Kórinn hefur hefur mörg síðustu ár staðið að frumflutningi margra kórverka, í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Kórinn heldur tónleika að jafnaði þrisvar … Read More

Sólheimakirkja

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Það er kirkjuskóli í Sólheimakirkju á laugardaginn kl. 13:30.  Börn úr sveitinni sérstaklega velkomin. Messa sunnudaginn 17. september Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur prédikar Laufey Geirlaugsdóttir syngur Sr. Sveinn Alfreðsson þjónar fyrir altari Ester Ólafsdóttir er organisti Valdís Ólöf Jónsdóttir er meðhjálpari Eyþór Jóhannsson er kirkjuvörður Reynir Pétur Steinunnarsson leikur á munnhörpu fyrir messuna. Allir hjartanlega velkomnir.  

Fjallferðir og réttir 2017

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Grímsnes  Farið verður á fjall í Grímsnesi föstudaginn 8. september  Réttað verður í Kringlumýri þriðjudaginn 12. september kl. 10:00 Klausturhólaréttir verða miðvikudaginn 13. september kl. 10:00  Veðurspá/veður getur haft áhrif á allar dagsetningarnar  Grafningur  Farið verður á fjall í Grafningi föstudaginn 15. september Grafningsréttir verða mánudaginn 18. september kl. 9:45  

Myrra Rós á Sólheimum

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Laugardaginn 19. ágúst klukkan 14:00 í Sólheimakirkju. Myrra Rós er tónlistarkona úr Hafnarfirði. Hún hefur gefið út tvær plötur undir sínu nafni á vegum þýska útgáfu fyrirtækisins Beste Unterhaltung en þær eru Kveldúlfur (2012) og One amongst others (2015) Tónlist hennar má lýsa sem draumkenndu lo-fi þjóðlagapoppi þar sem rödd og gítar spila saman aðalhlutverk.  

Lífræni dagurinn

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Lífræni dagurinn Talið er að lífræn og lífelfd ræktun á Norðurlöndum hafi fyrst farið fram á Sólheimum. Við höldum upp á það á hverju sumri með Lífræna deginum sem í ár er laugardagurinn 12. ágúst klukkan 12-18. Markaðurinn verður settur upp inni í versluninni Völu og verða allar Sólheimavörurnar til sölu með góðum afslætti. Hér getur þú gert góð kaup. Eldsmiður sýnir handbragð … Read More

Sólheimakirkja-Unnur Sara Eldjárn

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Laugardaginn 22. júlí klukkan 14:00 í Sólheimakirkju Unnur Sara Eldjárn syngur á frönsku fjörug lög eftir Serge Gainsbourg og Edith Piaf ásamt píanóleikara. Velkomin á Sólheima   Sýningar, Hvað hef ég gert! “ Tímalína meðalhita jarðar síðustu 22.000. árin gerð góð skil!,, í Sesseljuhúsi Samsýning vinustofa í Ingustofu Verslun og kaffihús, komdu og njóttu með okkur á Menningarveislu Sólheima.

Sólheimakirkja – Kristi Hanno

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Laugardaginn 15. júlí klukkan 14:00 í Sólheimakirkju Kristi Hanno klarinettuleikari frá Bandaríkjunum mun flytja nokkur klarinettuverk eftir ýmis tónskáld. Velkomin á Sólheima Sýningar, Hvað hef ég gert!  Í Sesseljuhúsi og samsýning vinustofa í Ingustofu Verslun og kaffihús komdu og njóttu með okkur.  

Frá Leikfélaginu Borg

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Frá Leikfélaginu Borg Leikfélagið Borg heldur leiklistanámskeið fyrir börn og ungmenni dagana 8.—10. ágúst Námskeiðið verður á Borg, mikið úti og kannski eitthvað inni fer eftir veðri. Tímar og hópar fara eftir fjölda og aldri þátttakenda, í framhaldinu verður þátttaka í Grímsævintýrum 12. ágúst  fyrir þá sem það vilja. Skráning á netfangið leikfelagidborg@gmail.com eða í síma 894-0932  

Valgeir Guðjónsson

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Laugardaginn 8. júlí klukkan 14:00 í Sólheimakirkju Valgeir Guðjónsson er sá listamaður sem oftast hefur komið til okkar. Hann mun flytja lög úr eigin sarpi. Velkominn á Sólheima   Sýningar, Hvað hef ég gert! Í Sesseljuhúsi og samsýning vinustofa í Ingustofu Verslun og kaffihús komdu og njóttu með okkur.

Menningarveisla Sólheima 2017 – Hljómsveitinn Sæbrá

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Hljómsveitinn Sæbrá, heimagerð sápa og kirkjudagurinn á Sólheimum Laugardaginn 1. júlí klukkan 14:00 í Sólheimakirkju Sæbrá Hljómsveitina skipa þrjár ungar konur sem syngja eigið efni. Velkominn á Sólheima Laugardaginn 1. júlí klukkan 16:00 í Sesseljuhúsi. Umhverfisfræðsla,  Caitlin Wilson frá Landvernd. Kennsla í heimagerðum snyrtivörum úr lífrænu hráefni.   Sunnudagin 2. júlí kl. 14:00 kirkjudagurinn Guðsþjónusta í Sólheimakirkju Sr. Kristján Valur … Read More

Listasafn Árnesinga – Sköpun sjálfsins

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Sköpun sjálfsins expressjónismi í íslenskri myndlist frá 1915 til 1945 Á sýningunni eru verk eftir frumkvöðla íslenskrar nútímalistar sem urðu fyrir áhrifum frá verkum þýskra og franskra expressjónista á fyrstu áratugum 20 aldarinnar. Verkin spanna þrjátíu viðburðarík ár þar sem saga íslenskrar myndlistar fléttast saman við menningarlega og pólitíska sjálfstæðisbaráttu millistríðsáranna, sem lýkur þegar Ísland fær sjálfstæði árið 1944. Í … Read More

Menningarveisla Sólheima

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Laugardaginn 24. Júní Klukkan  14:00 í Sólheimakirkju Lay Low, Lovísa Elísabet, vinnur nú að sinni 4 plötu. Hún mun flytja nokkur vel valin lög, ókeypis aðgangur             Hestar á Sólheimum klukkan 15:00 við Völu Teymt undir ljúfum hestum Bubbi og Stebba frá Vorsabæ 2 gleðja litla og stóra                                                                Jónsmessu – útijóga á Sólheimum Klukkan  16:00  við Grænu Könnuna. … Read More

Heldriborgaraferð 2017

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Nú er komið að okkar árlegu Heldriborgaraferð 🙂 Að vanda býður Kvenfélag Grímsneshrepps íbúum Grímsnes- og Grafningshrepps, 60 ára og eldri, í dagsferð. Í ár ætlum við að fara fimmtudaginn 22. júní og tökum stefnuna austur undir Eyjafjöllin til Víkur með viðkomu í Þingborg. Skráning þarf að berast í síðasta lagi sunnudaginn 18. júní nk.  Brottför frá Borg kl. 10.00 … Read More

ÍBÚAFUNDUR 20. JÚNÍ

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Íbúafundur verður haldinn í Félagsheimilinu Borg þriðjudaginn 20. júní n.k. kl. 19:30  Dagskrá: Flokkun á sorpi. Ársreikningur Grímsnes– og Grafningshrepps 2016. Endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps. Önnur mál.  Sveitarstjórn  

Heim úr öllum áttum

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Heim úr öllum áttum er heiti dagskrár sem flutt verður í Listasafni Árnesinga laugardaginn 3. júní kl. 15.00. Þá flytja ljóðskáldin Anna Mattsson, Axin Welat, Kristín Bjarnadóttir og Louise Halvardsson ljóð á fimm tungumálum; arabísku, ensku, íslensku, kúrdísku og sænsku. Þær Anna, Axin, Kristín og Louise eru allar meðlimir í sænska ljóðahópnum PoPP sem stendur fyrir Poeter orkar Poetiska Projekt og þýða mætti, … Read More

„Í hvernig samfélagi vilt þú búa?“

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

„Í hvernig samfélagi vilt þú búa?“ Íbúafundir um mögulega sameiningu sveitarfélaganna í Árnessýslu. Nú stendur yfir greining á kostum og göllum þess að sameina sveitarfélögin í Árnessýslu í eitt sveitarfélag. Verkefninu er stýrt af samstarfsnefnd sveitarfélaganna og ráðgjafarsviði KPMG. Boðað er til íbúafunda vegna þessa verkefnis í hverju sveitarfélagi fyrir sig: Bláskógabyggð – Aratunga í Reykholti – fimmtudaginn 18. maí … Read More