Foreldrafélag Grunnskóla Bláskógabyggðar

lindaTilkynningar og auglýsingar

Foreldrafélag Grunnskóla Bláskógabyggðar boðar til kynnningar- og fræðslufundar í Grunnskólanum á Laugarvatni, fimmtudaginn 19. nóvember nk. kl. 20.00.

Foreldrafélagið hefur fengið Helgu Margréti Guðmundsdóttur, verkefnastjóra hjá Landssamtökunum Heimili og skóli til að vera með fyrirlestur fyrir foreldra og aðstandendur.

Fundurinn, sem er fyrir foreldra allra nemenda í Grunnskólanum, (bæði á Laugarvatni og í Reykholti), hefst eins og fyrr segir kl. 20.00 og er aðgangseyrir kr. 500.-

Stjórn foreldrafélagsins hvetur alla foreldra, einnig úr Grímsnes og Grafningshreppi  til að mæta og fræðast um hlutverk foreldrafélaga og ávinning af samstarfi heimila og skóla.

Bæklingur frá félaginu.

Stjórn Foreldrafélagsins