Förum sparlega með heita vatnið

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Við biðjum fólk vinsamlegast að spara heita vatnið í þessari kuldatíð.
Hægt er að spara heitt vatn og þar með kyndikostnað sinn með því að gæta að því að gluggar séu ekki opnir og útidyr ekki látnar standa opnar lengur en þörf er á. Þá skipta einnig máli stillingar ofna – að óþarflega heitt vatn renni ekki frá þeim – og að ofnarnir séu ekki byrgðir, til dæmis með síðum gluggatjöldum eða húsgögnum. Þá eru heitir pottar við heimili talsvert þurftafrekir á vatnið.