Frá foreldrafundi Kátuborgar

lindaFréttir

Foreldrafundur var haldinn í Kátuborg miðvikudaginn 15. október kl. 20:00

Mæting var mjög góð eða 16 manns.

Halla bauð foreldra velkomna og ræddi málefni skólans vítt og breitt.

Hópar Vinnusvæði. Halla sagði frá að fjölgað hafi í skólanum, en nemendur eru um þessar mundir 20 og að hópar eru nú 4. Þar af leiðir að breyta þurfti innra skipulagi og vinnusvæðum Hóparnir eru ÞRESTIR (4-6ára í umsjá Svanhildar) SPÓAR (3-4 ára í umsjá Lindu S.) LÓUR (2-3 ára í umsjá Hrafnhildar) og MÚSARRINDLAR (18 mán –2 ára í umsjá Lindu W.)

Af starfsmannamálum. Halla kynnti til sögunnar tvo nýja starfsmenn; Svanhildi Eiríksdóttur leikskólakennara og Hrafnhildi Gunnarsdóttur leiðbeinanda.

Svanhildur kynnti starf með elstu nemendum Þar sem hún leggur mikla áherslu meðal annars á málrækt, og tónlist.

Hljóm 2 próf Svanhildur era ð taka elstu nemendur í Hljóm2 próf en það er athugun á hljóð og málvitund nemenda á 1. skólastigi

Ný lög um foreldraráð leikskóla Halla kynnti þessi nýju lög um að við leikskóla skuli starfs leikskólaráð með 3 fulltrúum foreldra og skal skólastjóri starfs með ráðinu.

Kosning í foreldraráð # foreldrar gafu kost á sér á fundinum til að koma til þessarrar vinnu. Sjá fret

Síðan var kaffihlé og léttar umræður og var farið um húsið og verk nemenda sem uppi voru skoðuð og einnig ferilmöppur. Þess má geta að Linda Ósk, ein mamman okkar, kom með þessa fínu súkkulaðitertu og rjóma með kaffinu og var hún vel þegir Takk Linda!

Foreldrafélagi skólans var síðan boðið að taka við á eftir og ræða sín mál til dæmis starfið í vetur, aðalfund og ef til vill kosningu stjórnar.