Frá Uppliti

lindaTilkynningar og auglýsingar

Þrír viðburðir verða á dagskrá í ágúst á vegum Upplits; Grasaferð, Gullkistan og Stóru-Laxárglúfur koma þar öll við sögu.

Þrír viðburðir eru á dagskrá Upplits – menningarklasa uppsveita Árnessýslu í ágústmánuði og eru umfjöllunarefnin fjölbreytt; gróðurfar við Laugarvatn, gljúfur Stóru-Laxár, listamenn á Laugarvatni og kolagerð í uppsveitunum.

Gróðurfar við Laugarvatn er yfirskrift göngu sem farin verður þriðjudaginn 10. ágúst.
Þá segir Jóna Björk Jónsdóttir líffræðikennari frá helstu plöntutegundum sem vaxa við Laugarvatn. Gengið verður með vatninu,síðan upp í skóg og loks farið í lyngmóann þar fyrir ofan og rýnt í gróðurinn. Gott er að hafa plöntuhandbók með í farteskinu. Lagt er upp frá gömlu Gufunni kl. 17 og tekur gangan um 2 klst.

Gullkistan, dvalarstaður fyrir skapandi fólk, verður með dagskrá laugardaginn 14. ágúst. Kl. 10 hefst í Hótel Eddu ML málþing um listamenn á Laugarvatni fyrr og nú. Sérstaklega verður sagt frá listmálaranum Þórarni B. Þorlákssyni og tengslum hans við Laugarvatn. Þar verður m.a. frumsýnd upptaka af viðtali við Hlíf Böðvarsdóttur og sagt frá fleiri listamönnum sem hafa sótt í kyrrð og innblástur á Laugarvatni. Eftir hádegi verður námskeið í meðferð vatnslita í Eyvindartungu, þar sem Gullkistan hefur vinnuaðstöðu. Kl. 16 verður svo opnuð sýning á verkum franskra hjóna, Raom & Loba, sem dvelja á Gullkistunni. Sama dag verður opnuð sýning á eftirmyndum af málverkum Þórarins B. Þorlákssonar frá Laugarvatni sem flest eru í eigu Listasafns Íslands. Sýningin er undir berum himni og stendur í eitt ár.

Gönguferð verður farin niður með gljúfri Stóru-Laxár laugardaginn 14. ágúst, komið við í Hrunakrók og endað á Kaldbak. Ógleymanleg ganga og náttúruskoðun undir fararstjórn Önnu Ásmundsdóttur. Lagt er upp frá Félagsheimilinu á Flúðum kl. 10.30 og keyrt inn í afrétt, gegn vægri greiðslu (2.000 kr.). Áætlaður göngutími er 7-8 klst. Ferðin verður aðeins farin ef veður leyfir og er hámarksfjöldi 25 manns. Gangan er skipulögð í samstarfi við menningar- ferða- og æskulýðsnefnd Hrunamannahrepps. Nánari upplýsingar: www.fludir.is og http://www.sveitir.is/. Skráning á fossari@simnet.is eða 892-1276 til 12. ágúst.