Vegaframkvæmdir – malbikun 24. ágúst 2018 – Biskupstungnabraut

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Vegagerðin hefur gefið heimild til eftirtalinna verka, ef veður leyfir:

Föstudaginn 24. ágúst er stefnt á að malbika báðar akreinar á Biskupstungnabraut við Reykholt, austan við hringtorg hjá Bjarkarbraut. Annarri akreininni verður lokað í einu og umferð stýrt í gegnum vinnusvæðið. Viðeigandi merkingar verða settar upp meðan á framkvæmd stendur skv. viðlögðu lokunarplani 8.0.88.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 09:00 til kl. 13:00.

Einnig er stefnt á að malbika báðar akreinar á Biskupstungnabraut við Borg í Grímsnesi. Annarri akreininni verður lokað í einu og umferð stýrt í gegnum vinnusvæðið. Viðeigandi merkingar verða settar upp meðan á framkvæmd stendur skv. viðlögðu lokunarplani 8.0.86.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 12:00 til kl. 22:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.