Frábær aðsókn í sundlaugina á liðnu ári

lindaFréttir

Sundlaugin á Borg  var tekin í notkun á vordögum 2007 og sló svo sannarlega í gegn á sínu fyrsta starfsári. Í sveitarfélaginu dvelja fjölmargir gestir í lengri eða skemmri tíma á sumrin sem um vetur.  Þeir sem og íbúar sveitarfélagsins og aðrir gestir tóku nýjum íþróttamannvirkjum firna vel og aðsóknin var framar björtustu vonum.  Samkvæmt uppgjöri síðasta árs voru gestir laugarinna 26 þús talsins.  Það var enda oft handagangur í öskjunni á þeim fjölmörgum sólardögum sem okkur hlotnaðist í fyrra.  Það er þó engu verra að kúra í heitu pottunum og leyfa snjókornunum að bráðna á kollinum eftir vænan sundsprett eða hlaup á göngubretti – já eða bara eftir svolítinn snjómokstur!

Margir gestir sundlaugarinnar spurðust fyrir um líkamsræktaraðstöðu og taka því vísast fagnandi að þau eru nú komin og bíða þeirra í Íþróttamiðstöðinni.

Opnunartími sundlaugarinnar:

Mánudaga       15:30 – 21:30
Þriðjudaga      14:00 – 18:00
Miðvikudaga    LOKAÐ
Fimmtudaga   14:00 – 21:30
Föstudaga       14:00 – 18:00
Laugardaga     12:00 – 18:00
Sunnudaga      12:00 – 18:00

Síminn í sundlauginni er 486 4402