Fræðslufundaröð Sesseljuhúss að hefjast

lindaFréttir

Fyrsti fundurinn í fræðslufundaröð Sesseljuhúss umhverfisseturs, Lesið í landið, verður næsta laugardag kl. 13.00. Þá verður landslagið skoðað með gleraugum jarðfræðingsins.

Þrír slíkir viðburðir verða haldnir fyrir alla fjölskylduna í Sesseljuhúsi umhverfissetri á Sólheimum í sumar. Við viljum vekja athygli ykkar á þessu framtaki og bjóða ykkur velkomin í Sesseljuhús.
 
16. maí kl. 13.00 : Landslagið með gleraugum jarðfræðingsins.
Leiðsögn: Jón Eiríksson, jarðfræðingur við Raunvísindadeild Háskóla Íslands.

Nánari upplýsingar má nálgast á vef Sesseljuhúss

Næstu fundir :

30. maí kl. 13.00: Fuglarnir okkar – Að læra að þekkja fugla
Leiðsögn: Jóhann Óli Hilmarsson hjá Fuglavernd. Munið að taka með ykkur kíki!

27. júní kl. 13.00: Líttu niður! Að læra að þekkja íslenskar lækningajurtir.
Leiðsögn:Jón E. Gunnlaugsson, áhugamaður um nýtingu jurta til heilsueflingar.