FRÆÐSLUFUNDUR TRAUSTA OG GOÐA

lindaFréttir

30. APRÍL KL. 20:00 AÐ BORG GRÍMSNESI. Hestamannafélagið Trausti og Hrossaræktarfélagið Goði standa saman að fræðslufundi með hinum nýráðna hrossaræktarráðunaut, Þorvaldi Kristjánssyni, næstkomandi fimmtudag 30. apríl kl 20:00 í félagsheimilinu að Borg Grímsnesi. Fyrirlestur Þorvalds nefnist: Ganghæfni íslenskra hrossa – áhrif sköpulags og skeiðgens. Að loknum fyrirlestri svarar Þorvaldur fyrirspurnum og tekur þátt í umræðum. Kaffi og kleinur í boði. Fyrirlesturinn byggir m.a. á doktorsverkefni Þorvalds sam hann lauk á síðasta ári og er einkar fræðandi og nýtilegur bæði fyrir áhugasama hrosssaræktendur og reiðmenn.

Enginn aðgangseyrir.

Fræðslunefndir Trausta og Goða.